Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 57
MÚL AÞINfí
55
hverjsu háskalegar hinar mjóu trébrýr voru í raun og veru.
Hann mun vart fá skilið hina aldalöngu baráttu forfeðra
vorra við hið jötuneflda vatnsfall og alla þá erfiðleika og út-
gjöld, sem þeir lögðu á sig til þess að sigrast á þessum mikla
farartálma, sem alltaf gat átt það til að hefta algjörlega sam-
göngur á milli sveita, héraða eða landshluta, allt eftir því
hvert ferðinni var heitið.
1 dag eru þrjár brýr á Jökulsá, auk brúarinnar hjá Foss-
völlum. Eru þær allar byggðar á þessari öld, og er fjarlægðin
á milli þeirra nokkuð jöfn alls staðar. Fyrst var byggð brúin
hjá Hákonarstöðum árið 1906. Þótti sú brú mikið mannvirki
á þeim tíma. Næst var byggð brú hjá Hjarðarhaga 1946.
Síðast var svo byggð brú á hinu forna brúarstæði hjá bænum
Brú á Efra-Dal. Var það ekki fyrr en árið 1953. Allar eru
þessar brýr svipaðar að byggingarlagi, þ. e. stálbitabrýr með
trégólfi og kraftsperruhandriðum. Líkjast þær að því leyti
,,sperrubrúnni“, sem byggð var árið 1883. Eru þær til mikilla
hagsbóta fyrir samgöngur á milli eystri og vestri bakka ár-
innar, sem áður voru mjög erfiðar, enda næsta litlar nema
þegar áin var á haldi. Innsta brúin tengir og Hrafnkelsdal við
þjóðvegakerfi landsins, en áður en hún kom, var hann alveg
einangraður hvað það snerti.
I ritsmíð þessari hefur ekki verið getið neitt um svonefnd-
ar kláfferjur eða drætti á Jökulsá, sem áreiðanlega hafa
^nemma tíðkazt, e:nda komu þeir að kalla má í stað brúa. IÁ
17. og 18. öld voru oftast tveir til þrír slíkir drættir á ánni,
og er þeirra oft getið í heimildum frá þeim tíma. (Andersson,
312—313 o. fl.). Á nítjándu öld urðu þeir enn fleiri. Mátti
þá segja, að dráttur væri við annan hvern bæ á Jökuldal.
Margir þeirra hafa verið endurnýjaðir á sömu stöðum allt frá
upphafi fram á okkar daga. I dag er þó aðeins einn kláfur í
notkun á Jökulsá. Er hann á móts við Eiríksstaði á Efra-Dal.
Fara gangnamenn úr Fljótsdal þar stundum yfir í eftirleitum
á jhaustin. Hjá Brú var og kláfur lengst af í notkun, ;eða
alveg þangað til nýja brúin leysti hann af hólmi. Hangir sá
kláfur ennþá uppi, þótt ekki sé hann notaður lengur, og eru