Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 58
56
MÚLAÞIN G
aðeins nokkrir metrar á milli hans og brúarinnar. Þarna hjá
Brú, þar sem fornmenn fóru yfir ána ,,at brú“, sem áin 'dró
síðan nafn sitt af, gefur því að líta tvö algengustu mannvirk-
in, sem notuð voru til að halda uppi samgöngum yfir ána um
aldir, þ. e. kláfinn og brúna. Um ferjurnar og ferjustaðina,
sem einnig gegndu mikilvægu hlutverki fyrr á tímum, hefur
áður verið minnzt lítillega á.
Þar með1 er hringurinn lokaður og sögu brúar á Jökulsá á
Bfai lokið, að svo miklu leyti sem hún hefur þegar gerzt.
Hver saga hennar verður í framtíðinni skal ósagt látið. Vafa-
laust mun brúin á Jökulsá gegna mikilvægu hlutverki enn um
margar aldir, og saga hennar mun því halda áfram að skap-
ast og tengjast sögu allrar þjóðarinnar.
Helztu heimíldarrit:
Andersson: Johann Anderssons Efterretninger om Island,
Gronland og Strat Davis. Kiobenhavn 1748.
EÓIBPFerð.: Eggert Ölafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók
I—II. Reykjavík 1943.
EspÁrb.: Jón Espólín, íslands Árbækur í söguformi I—XII.
Kaupmannahöfn 1821—1855. (Ljóspr. útg. 1943—47).
Hendersson: Ebenezer Hendersson, Ferðabók. Reykjavík
1957.
ísl.Fornr.XI.: íslenzk Fornrit XI, Austfirðinga sögur. Hið
íslenzka fornritafélag gaf út.
Lovsaml.: Lovsamling for Island I—XXI. Jón Sigurðsson
og Oddgeir Stephensen sáu um útgáfu I.—XIX. bindis. Khöfn
1853—1889.
RitLandsn.: Landsnefndin 1770—1771, III—II. (Sögurit
XXIX). Reykjavík 1958.
Sagalsl.VII.: Saga íslendinga VII. Tímabilið 1770—1830.
Þorkell Jóhannesson samdi. Reykjavík 1950.
Sýslum.æv.I.: Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir I. Reykja-
vík 1881—1884.