Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 61
BENEDIKT GÍSLASON frá HOFTEIGI :
Örlaga-
brúðkaupið
Það voru mikilhæfar konur þær Hróðný á Arnórsstöðum og
Þórdís á Skjöldólfsstöðum, nágrannakonur á Jökuldal um tvo
áratugi. Báðar höfðu þær misst menn sína frá ungum börnum,
en Þórdís hafði gifzt aftur. Hróðný hélt aftur á móti ráðs-
mann ;sem eigi skildi við hana meðan bæði lifðu, og saman
hvíla þau undir snotrum legsteini í kirkjugarðinum í Rejrk-
holti.'ýHróðný átti Pál frænda sinn frá Melum í Fljótsdal
Jónsson, og bjuggu þau fyrst á Glúmsstöðum í E’ljótsdal, en
komu um 1870 að Merki á Jökuldal, en fluttust þaðan undan
öskunni 1875 að Einarsstöðum í Vopnafirði, en árið eftir í
Arnórsstaði á Jökuldal. Þar dó Páll árið 1880, en Hróðný
bjó áfram, og ráðsmaður hennar gerðist Jón Kjartansson frá
Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Hróðný var dóttir Einars á
Brú Einarssonar, og eitt af börnum hennar hét Einar f. 1868.
Þórdís hafði átt Þórð Einarsson frá Vallanesi prests, Hjör-
ieifssonar prests, Þorsteinssonar, en missti hann 1873. Þau
áttu þrjú börn, og hét Einar sonur þeirra en Þóra dóttir, auk
þess sonur sem Þórður hét. Þórdís giftist aftur Jóni Skildi,
eða Schöld, jarðyrkjumanni, og var hann systrungur Þórðar
0 0*