Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 62
60
MÚLAÞING
Einarssonar en bræðrungur við Jón Kjartansson. Einar sonur
Þórdísar var fæddur 1867, og nú voru þessir nafnar og ná-
grannar að komast á fermingaraldur eftir 1880. Þau Jón og
Þórdís töldust rík hjón og bjuggu blómabúi, og þótt nú harðn-
aði í ári eftir 1880 hallaðist búskapur þeirra lítt, enda stóð
nú sauðasalan til Englands með blóma, en sauðirnir voru
greiddir í gulli háu verði, enda var vænleiki fjár á Jökuldal
með fádæmum eftir Dyngjufjallagosið áðurnefnt. Harðindin
léku sveitina heldur eigi grátt, og kom það einkum til að fjár-
menn gerðust nú harðsæknir í yfirstöðum og björguðu sauð-
um og öðru geldfé fullorðnu á litlu fóðri. Urðu hættir þessara
manna í fjárgæzlunni frægir og eftirminniiegir. Einar Þórðar-
son átti til presta að telja í marga ættliði, og þótti ekki annað
koma til mála en hann gerðist prestur. Að Einari Pálssyni
stóð aftur á móti hin dugmesta bændaætt í alla liði, en nú
vill Hróðný á Arnórsstöðum ekki annað en hann gangi sömu
leið og Einar Þórðarson. Þeir leggja á námsbrautina litlu eftir
1880, en urðu þó ekki samferða; var Einar Þórðarson vetri
fyrr í skóla settur en Einar Pálsson, og varð hinn fyrri stúd-
ent 1888, hinn siðari 1890.
Hofteigsprestakall er á þessum árum mikils metið á emb-
ættisgrein, og hafði svo verið út alla öldina að þar voru hér-
aðshöfðingjar og vel efnum búnir prestar í embættum. Var
það fjölmennt prestakall er heiðabyggðin stóð í blóma. Árið
1855 teljast í kallinu 455 menn í tveim sóknum. Auk þess var
Hofteigur ein með beztu bújörðum sem gáfust, þeim er eigi
studdust við meiri eða minni hlunnindi. Drengjunum sem alast
upp á Dalnum, er það í blóð borið að vilja una þar ævidög-
um fremur en annars staðar. Það læðist um loftið spurning
sem framtíðin á að svara. Hvor þeirra skólasveinanna fær
Hofteig — og hvenær?
Þau Þórdí's: og Jón eru rík og mjög vel metin og virð í
sveitinni, og búa á höfuðjörð, þingstað sveitarinnar og mið-
stöð. Þau eru bæði aðkomumenn á Dalnum og nánir frændur
þeirra eigi til staðar. Hróðný er aftur á móti ekki rík, en
framúrskarandi vel virð kona og heimili hennar mikilsháttar,