Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 63
MÚLAÞING
61
enda er ráðsmaður hennar hreppstjóri um tíma og vel fær
maður að mennt og manndómi. Auk þess er hún frændmörg í
sveitinni, af ættgrónum höfðingjum á Jökuldal allt frá Þor-
steini jökli á Brú um 1500. Hvernig skyldi það fara í almenn-
um kosningum, ef þeir sæktu báðir um Hofteig við næstu
p.restaskipti ? Það er spurning sem leitar á, en ekki víst að
framtíðin þurfi að svara.
Árið 1881 gerist prestur í Hofteigi séra Stefán Halldórsson,
36 ára gajnall maður, svo að það lítur he'zt út fyrir að fram-
tíðin þurfi engum spurningum að svara er snerta þá skóla-
piltana í sambandi við Hofteig. Séra Stefán er vinsæll maður,
karlmenni mikið, einn af fjórum Stefánum er gerðu Stefána-
öld í skóla af karlmennsku, frjálslyndi — og drykkju. Hann
er orðhnyttinn og hefir uppi gálann þegar svo ber undir, eink-
ujm við vdnið, og þykir oft koma skemmtilega við, og eigi
gerði hann sér mannamun að orðkringjum. Spunnust af hon-
um sögur, og mátti hann sjálfum sér kenna að ekki þótti allt
sem prestlegast sem af honum spurðist, en vegna dáða og
drengskapar hans var það ekki metið til stórra glapa. Var
hann og miki'l bóndi í Hofteigi og þakkaði það jörðinni. „Það
má einu gilda hvar eg er, Hofteigur býr“, sagði hann á
Vopnafirði er hann lá þar við drykkju og kaupmenn sögðu
honum að honum væri betra að komast heim til búskaparins.
Þetta hafði nú kristnin í landinu lengi mátt þola, að prest-
arnir blótuðu sinn jarðneska guð, Bakkus, og þótti þeim ekki
ætíð til lýta, enda fékk kvenþjóðin oft mýkri handaáleggingar
fyrir bragðið en annars hefði orðið. En nú voru tímarnir að
breytast; sterk bindindishreyfing var vöknuð með þjóðinni,
og það voru margir hinna yngri presta sem þar voru fremstir
i flokki, og markvisst var unnið að því að skapa það almenn-
ingsáiit að allra sízt bæri prestum að neyta áfengis. Um 1890
er stórum orðið ágengt í þessari grein, og prestarnir töpuðu
áliti ef þeir neyttu víns svo til vanza yrði, en sá mælikva.rði
var orðinn allstrangur hvað teldist vanzalaust í því efni.
Þannig leið áratugurinn milli 1880 og 1890. Drengirnir frá
Skjöldólfsstöðum og Arnórsstöðum stunduðu skólanámið.