Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 66
64
MÚLAÞING
og hvergi jafngott sem á norðanverðu Austurlandi; laugar-
dagurinn fyrir aðra göngu h. 28. september 1889. Brúðförin
safnast í Hofteigi, þeim stóra stað á þessum tíma. Nú er séra
Stefán kvæntur fyrir skömmu, og nú er allt stillilegra um
hans framgöngu. Hann hefir fyrir skömmu látið reisa timbur-
kirkju „söfnuðinum til hins mesta sóma“ segir í vísitasíu
prófasts. Prúðbúnir bændahöfðingjar og prestar Héraðs ganga
í þessa sómakirkju. Þar er aðeins ekki getið um þjóðskáldið
Pál Ólafsson. Það vita gllir að hann er ekki léttur í lund á
þessu ári, og hann er ekki beðinn að yrkja brúðkaupskvæði
til biessunar þessum ungu brúðhjónum. Þess er einhvern veg-
inn ekki minnzt að hann hafði gefið Þórdísi gráan gelding
þegar hún var hjá afa sínum, Benedikt á Kollsstöðum, en
hann var settur sýslumaður o. fl. á Höfða á Völlum, og ef til
vill hefir Þórdís haft al’.a sína fjárheill af þessum grágeldingt
Tímarnir skipta litum eins og árstíðirnar. Grænir dagar Páls
Ólafssonar eru liðnir að fölu hausti. Þetta ætti ekki að vera
neinn örlagaboði. — Þó vantar kannske engan mann frekar
en Pál í þessa veizlu, sjálfan stjúpföður prestsins í Hofteigi,
eina manninn se:m hann tekur ofurlítið tillit til og er \vanur
að segja honum sína meiningu. Það eru líka þessi efnilegu
brúðhjón sem eiga öll örjög þessa dags, og hvern getur grun-
að að þarna séu önnur örlög á ferðinni og þeim óskyld?
Eða hvað?
Eftir vígsluna í Hofteigskirkju á veizlan að standa á Skjöld-
ólfsstöðum, og út úr miðjum degi býst hinn fríði flokkur af
stað frá Hofteigi. Vígslan hefir farið vel fram og virðulega
meðal alls þessa virðingafólks, og það er fagurt um að litast
í Hofteigi á fögrum haustdegi. Það ómar hljóðlega í lofti, en
raddir sumarsins eru þagnaðar. Jökulsá strýkur strenginn
milt og rótt, ólgan er að mestu þrotin af fjörinu úr lífslind-
inni undir Vatnajökli, svipur dalsins er þýður og mildur, en
eigi stórskorinn. Fáar sveitir eru haustfegurri en Jökuldalur.
Hin milda ró í góðviðri haustsins seitlar inn í mann með friði
og öryggiskennd. Haustfölvinn á þessari sveit er einstakur.
Hann er sérstakt einkenni hennar, eins konar fáni dalsins,