Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 67
MÚLAÞING
65
sem fram kemur þegar Stefán Ólafsson, presturinn og skáldið
í Vallanesi, d. 1688, kveður vísu sína um sveitir Héraðs. Hann
byrjar á Jökuldal og segir: „Jökuldals byggðin bleika“. Hvað
á þetta að þýða? Er ekki hægt að taka annað og merkilegra
fram um Jökuldal, með heiðunum og hamfara-ánni, en litinn?
Og hver vildi segja að þetta sé liturinn á Jökuldal? Skáldið
veit hvað það er að segja, og maður veit hvenær skáldið fékk
þessa mynd af Jökuldal; hún er þar staðbundin vissan árs-
tíma, Það er hægt að sjá Jökuldal grænan eins og aðrar sveit-
ir og hvítan eins og aðrar sveitir. En þegar komið er í haust-
fölvann er engin sveit eins merkilega bleik og Jökuldalur.
Þessu veldur gróðurfar sveitarinnar, punturinn í harðvellinu.
Þessi jurt deyr ætíð standandi, og hún stendur þótt hún sé
dauð. en það gerðu söguhetjurnar aldrei. Það er eins og hún
vilji ekki kannast við að hún sé dauð, og það er lengí öem
henni tekst að blanda græna lífslitnum í banableikjuna, og
svo stendur hún stolt eins og áður í dauðarónni og ber sinn
svip sem orkar á viðkvæmni yfir genginni tíð gróanda og upp-
Sikeru, kannske góðs sumars sem oftast gefst á Jökuldal. Og
skáldið kemst ekki hjá því að fara með litinn á Jökuldal,
þetta sem aldrei hefir verið tekið fram um neina sveit. (Og
þetta stingur kannske mest í augu skáldinu, fyrir það að hin
allsherjar bleiku litareinkenni allra sveita byrja fyrr að skera
í augu á Jökuldal en í öðrum sveitum. Punturinn byrjar svo
snemma að hampa sínu bleika axi. Þannig er um að litast á
Jökuldal þennan örlagaríka haustdag. Hinn víði faðmur dalsins
um Hofteig gefur vonunum svifrúm um heillir þessarar ágætu
sveitar. Leiðin í Skjöldólfsstaði frá Hofteigi er um 13 km á
hlykkjóttum götum, og það tekur eina tvo klukkutíma að
komast þetta á sumarfeitum og haustlötum hestum. Það verð-
ur aldrei farin þeysireið í fjöldaferð, og ekkert liggur á. Þrátt
fyrir allan bleikan lit á sveitinni veita menn því athygli, að
víða í botnum og skotum hlíðanna eru fagurgrænir blettir.
Þetta kemur til af því að snjóinn leysir svo seint úr þessum
skotum að gróðurinn byrjar ekki að vaxa þar fyrr en komið
er hásumar, og gróðurinn sem kemur svona seint neitar því