Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 69
MÚLAÞING
67
af búsæld dalsins, hafa ögn á vasapelanum, en ósköp spart
•og kurteisiega er þetta meðhöndlað í vfeðurblíðunni, og það
sér ekki vín á nokkrum manni, enda kominn sá tími að slíkt
á að heyra sögunni til, og það er ekki meiningin að hér eigi
að vera nein brennivínsveizla. Þórdís vill ekki sjá brennivín,
og sögn var það, að hún hefði neitað eiginorði við Jón nema
hann gengi í bindindi. Það eitt er víst að Jón auglýsti bindindi
sitt í blöðum, en sagði sig iíka úr þjóðkirkiunni. hvort sem
það htefur átt að tákna að hann kæmist þá af án allra guða.
Bindindi Jóns mun þó hafa verið farið að fölna er hér 'var
ikomið sögu og stjúpsonur hans er að læra til prests. Prestur-
inn í Hofteigi er í brúðförinni og leikur á als oddi að vanda
þar sem bar til gleðimála, og hann er með öllu ódrukkinn þótt
hann kunni að hafa haft á vasapelanum í drýgra lagi. Tveggja
manna verður hér við að geta, og eru báðir aufúsumenn ' í
þessari ferð. Annar er hinn nýi prestur á Kirkjubæ, sá sem
fékk embættið þegar kristni þeirra Tungumanna var í voða
eftir prestkosningahamfarir í Páli Ólafssyni árið áður.
Þetta er séra Einar Jónsson, Héraðsmaður að uppruna, sem
undir eins getur sér hið bezta orð fyrir fræðahneigð, víðfeðm-
ar menntir og sérstaka vaimennsku í framgöngu. Hann sagði
það sem hér er skrifað röskum 40 árum síðar. Hinn er líka
prestur, séra Jón Bjarnason. Hann var búinn að vera prestur
í Winnipeg frá 1873—1880, en kom þá heim og gerðist prest-
ur á Dvergasteini, en þar þjónaði séra Stefán Halldórsson áð-
ur en hann fengi Hofteig. Tók séra Jón við stað á Dverga-
isteini af séra Stefáni og líkaði meðallagi vel hversu honum
reiddist staðurinn af hendi séra Stefáns. Var það þó allt skap-
iegt þeirra á milli prestanna, en kona Jóns, Lára dóttir Péturs
Guðjónsen hafði um fleiri orð, og mun séra Stefáni hafa bor-
izt eitthvað af því til eyrna. Þjónaði séra Jón Dvergasteini
til 1884 og hvarf þá aftur til Winnipeg, en nú voru þau hjón
á 1 kynnirjferð á Islandi þetta ár 1889 og stödd á Héraði á
þessum umgetna tíma. Séra Jón var trúmaður mikill og ber-
serkur á móti brennivíni. Hann var jafnaldri séra Stefáns og
skólabróðir á Stefánsaldartíma, og þrír af fjórum Stefánum,