Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 70
68
MÚLAÞIN G
allir frændur, voru prestar á Austurlandi, en þó einn látinn,
séra Stefán Pétursson á Hjaltastað, er hér var komið, en
Stefán Sigfússon var prestur á Hofi í Álftafirði. Ekki var
iséra Jóni og konu hans boðið í þessa veizlu upp á „bara
brennivín“, og segir það þá sögu að hér var engin brennivíns-
veizla haldin. Þrátt fyrir það sem séra Jón kann að hafa
minnzt af Stefánaöld í skóla og samskipti þeirra séra Stefáns
í afhendingu Dvergasteins var ekki annað að sjá en hér mætt-
ust gamlir vinir og skólabræður. Var það og séra Stefáni líkt
að láta ekki upp á sinn hlut standa í kynnum og minningu.
Hins vegar mun séra Stefán hafa verið nokkuð sár út af
ádrepum sem hann fékk stundum frá bindindisprestum. Var
það sögn, að eitt sinn var séra Stefán á Seyðisfirði, og lá þar
í grasi að húsabaki, lítt sjálffær og mókti. Bar þar þá að
séra Björn Þorláksson. „Því liggur þú þarna eins og hundur,
Stebbt?“ sagði séra Björn. Séra Stefán reis við og isagði:
„Hvernig líður Jórvíkurkúnum, Bjössi?" en Björn prestur
hafði lent í máli út af ágangi gripa frá Jórvík. Eftir það fór
^éra Stefán inn á „bauk“ og fékk sér í glasi. Kom þar þá
séra Lárus Halldórsson. Þeir voru skólabræður. Bauð séra
Stefán óðara séra Lárusi snafs, sem hann vissi náttúrlega
livað þýddi, en séra Lárus mælti ókvæði yfir brennivíni og
sneri á brott. Brást þá séra Stefán við, tók glas sitt í hönd,
snaraðist aftan að séra Lárusi og lyfti frakka hans að aftan
og skellti úr staupinu í bakhluta séra Lárusar og mælti um
leið: „Hafðu það þá í þennan endann“. Þessu líkur þyrkingur
mun hafa verið til staðar milli séra Stefáns og bindindisprest-
anna og séra Stefán ýmist viljað höggstaðar leita eða af sér
bera í skiptum við þessa menn. Trúhræsni og helgislepja var
honum fjarstæð, og allra manna var hann alþýðlegastur.
Það er fljótgert að taka úr mönnum kirkjusultinn á Skjöld-
ólfsstöðum, og er mönnum skipað undir borð. Fer veizlan vel
og sómasamlega fram, mælt var fyrir minnum og drukkin
heillaminni af hófsemi og kurteisi. Voru þarna nógir vel orð-
færir .menn er ekki létu standa upp á sig heillaóskirnar og
velfarnaðarminnin. Kunnu margir prestar og bændur vel að