Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 71
MÚLAÞING
69
fara með vín, og fór vinafagnaður í víni eftir föstum reglum,
þar sem þess var fullkomlega gætt að gestur yrði ekki ófær af
víninu. Þótti það og heldur eigi góður gestur er þess kunni
ekki vel að gæta og hlíta í öllu fyrirsettri kurteisi af vínveit-
endum. Að sjálfsögðu hlíta því allir boðsgest.ir í þessari veizlu,
og sem sagði fór veizlan í öllu hið virðulegasta fram. En þá
er' staðið er upp frá borðum og menn taka tal saman, 'tvgir
eðaifleíri, fer fljótt að bera á því að ýmsir hafa náð isér í
hressingu eftir ýmsum leiðum, og meðal þeirra er séra Stefán.
Var ;það þó í miklu meira hófi en menn þekktu í fasi ;hans,
og var hann hið bezta sjálffær til orðs og æðis. En nú leitar
hann á þar sem séra Jón er fyrir og þóttist hafa nógan kunn-
ingsskapinn upp að rifja. Fiest var það þó í stríðnisáttina, og
víkst séra Jón fimlega undan, enda bæði greindur og orðfær
maður, og verður nokkur skemmtun að orðaáköstum þeirra,
enda orðaval í hófi frá beggja hálfu, en séra Stefán þó hnytt-
inn ;að vanda. Líður nú á veizluna við gott hóf á öllu. ÍSéra
Steifáni mun hafa fundizt að hann ekki geta látið bíta nógu
vel á Jón að þessu, og ber tali þeirra saman, og fer enn fram
stríðni og orðaáköstum sem fyrr, og mun séra Stefán hafa
búizt við að séra Jón þyldi allt er honum dytti í hug að kljást
um. Mun honum og hafa fundizt kona Jóns ætti fyrir einni
athugasemd frá gömlum skiptum. Verður það þá allt í einu
að séra Stefán segir við séra Jón:
„Hvað ert þú eiginlega að flækjast hér uppi á Austurlandi
með steingelda kerlinguna?“
Það rekur alla í rogastanz, einkum aðkomumenn, en annað
eins hafði nú heyrzt á Jökuldal á dögum Péturs jökuls iog
átti oftir að heyrast þar. Kom mönnum það á óvart að ,séra
Stefán gætti ekki svo orða að eigi yrði frúin fyrir. Þótti mönn-
um mikið að heyra og lítt afsakanlegt. Séra Jón umhverfðist,
ófullur maðurinn, og þótti nú koma annar blær á veizluna.
Gengu góðir menn í það að sefa séra Jón, en veizlugestir
bjuggust á brott og Hofteigsprestshjónin fyrst. Þau séra Jón
og Lára voru barnlaus, og að því laut þetta sem séra Stefás
ðiagði. Undir niðri finna menn að þetta eru raunir hjóna og