Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 72
70
MÚLAÞING
hlífast við að hafa á orði, og sízt í gamanmálum. 'Fæstir
þekkja þessar raunir af eigin reynd og vita ekki hvað ^þær
eru sárar, en margt hjónaband er ástúðlegt eigi að síður og
vaninn að hafa það eins og Njáll og Bergþóra, að gefa það
eigi hvort öðru að sök — þótt þeirra ágallar væru öðruvísi.
Nú sist að hér var djúpu sári sært, og yfirleitt þótti séra
Stefán hafa hneykslað smælingjann, og þótti sárt til þess að
vita að hann hafði hent þetta slys og fækkuðu hans formæl-
endur. Þótti og nokkuð blásið að þeim eldi sem hér íhafði
k,viknað í ljótum kolum, og kom margt í umræðu í sambandi
við það er seinna varð.
Séra Jón kvaddi ekki skólabróður sinn í Hofteigi, og fundu
allir að hér var risin há alda, en þrátt fyrir það gerðu menn
ekki ráð fyrir því að neinn brotsjór væri í aðsigi, því að margt
leyfðist séra Stefáni að segja, og þóttust menn lítt fyrir
finna, því að svo var hann gjörður að vel vildi hann og var
dáðadrengur í þörf manna, en jafnan eru orð þeirra manna
ekki metin til ills, í hvaða átt sem sögð eru, en verkin metin
meira. Þarf venjulega einhvers konar móðursýki til að gera
þau eitruð í oddinn.
Séra Jón kom til Reykjavíkur og hitti biskupinn yfir Is-
landi. Sagði hann honum frá veizlunni á Skjöldólfsstöðum og
öðru kristindómsástandi á Austurlandi. Það virðist hafa verið
ljóta sagan og mest um brennivín. Ofmikill hefndarblær virð-
ist honum hafa verið á því fyrir „kerlingu" sína að kæra að-
eins prestinn í Hofteigi fyrir brennivínsneyzlu, þar sem hafa
mátti fleiri fyrir sams konar sökum. Ekki er vitað hvort séra
Jón kærði séra Stefán, sem þó er talið að vera, eða aðra
presta á Austurlandi fyrir biskupi. Hitt er víst, að skýrsla
hans, munnleg eða skrifleg, tók til fleiri manna í prestastétt
en séra Stefáns. Á Hofi í Álftafirði sat séra Stefán Sigfússon
og saup drjúgum á sem þeir Stefánaaldarmenn gerðu. Á Desj-
armýri sat séra Einar Vigfússon, einnig drykkfelldur, og svo
logaði allt í illdeilum við prestinn á Dvergasteini, séra Björn
Þorláksson, en þar var ekki brennivíninu til að dreifa.
Þá var biskup yfir Islandi herra Hallgrímur Sveinsson, hafði