Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 74
72
MtJLAÞING
Hofteigsprestakalli frá 1. september þ. á. 1890. Hofteigur er
laus! Svona eiga biskupar að vera!
Biskupinn hélt nú áfram um Austurland. Hann hafði staðið
sig vel í fyrstu lotunni, og nú kom hann í Desjarmýri. Prest-
urinn var ekki heima — hafði skroppið á Seyðisfjörð. — Já,
já, hefur nú verið orðinn þyrstur! Það er líklega ekki verra
að taka hann á „bauknum" í borginni. En biskup er ekki kom-
inn nema á Hjálmárdalsheiði þegar hann mætir séra Einari.
Hjálmárdalsheiði er há, og biskup hafði ekki í annað sinn
komizt nær himninum, og er bratt beggja vegna og þó eink-
um út af henni ofan í brimsvarrann af Atlantshafinu. Séra
Einar var reyndar ófullur, kurteisin sjálf og guðhræðslan, og
þótti biskupi guðsorðið gott þarna á heiðinni. Hann tók
„hæverskur hattinn sinn af“ og hélt o‘ní Seyðisfjörð. Einar
prestur reið heim í Desjarmýri og þjónaði söfnuði sínum
næstu 12 árin við guðsorð og brennivín og vinsemd og traust
safnaðarins. Þá var orðið ólíft í sveitum fyrir markaðsleysi á
sauðfé, sauðasalan úr sögunni, og séra Einar fór beint úr
pontunni til Ameríku og sagði ekki einu sinni af sér prest-
skap né afhenti staðinn, en kristnin á Islandi kallar hann
strokuprest.
Biskup hafði mikið að gera á Seyðisfirði, en það var allt
í anda kristindómsins, ekkert brennivín á ferðinni! — talað í
sáttatón milli prests og safnaðar, og allir lofuðu bót og
betrun; aðeins fjórir menn fengu leyfi til að hafa séra Björn,
sem aldrei var fullur, ekki fyrir prest.
Á Hofi í Álftafirði var aftur á móti ekki miskunn hjá
Manga. Presturinn saup, svo að þar varð ekki undankomu
auðið að rétta hag kristninnar og reka hann úr embætti. Og
þótt presturinn væri ómissandi dýralæknir og eigi síðar sæti
í búnaðarsögu landsins kom það fyrir eitt og sama. Hér var
annað í efni en að hugsa um smælingjana. Frá 9. október
skyldi séra Stefán Sigfússon vera suspenderaður frá embætti
í íslenzku þjóðkirkjunni, þannig lauk með nokkrum hætti
Stefánaöldinni sem hófst með skólagöngu fjögurra Stefána
1863 og 1864 og mest einkenndist af sögulegum íslenzkum