Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 75
MÚLAÞING
73
þrótti, frjálslyndi og drengskap. Voru þeir allir frændur og
þrír þeirra nánir, afkomendur Péturs sýslumanns Þorsteins-
sonar, en einn nokkuð fjarskyldari. Hallgrímur biskup fór
heim til sín og þóttist víst vel hafa fram gengið. Mikinn
biskup átti íslenzka þjóðkirkjan!
(Hins vegar er orðið eitthvert pukur í sögunni um biskupa.
og presta. Og nú, eftir tíu ár að þetta er ritað, rísa turnar,
en kristni sekkur).
Hofteigur var nú laus, embættið var auglýst og gengið til
prestkosninga um haustið þetta sama ár, 1890. Nú var Einar
Þórðarson frá Skjöldólfsstöðum útskrifaður af prestaskólan-
um, einmitt þetta sama ár um vorið. En Einar Pálsson frá
Arnórsstöðum varð stúdent, svo að hér bar í sundur um tæki-
færi þessara sona Dalsins að komast að prestsþjónustu í sinni
eigin kæru sveit. Einar Þórðarson sótti um embættið, og hann
hafði ágætt orð af uppeldi og námi og öðrum gjörvuleika, og
nú var hann kvæntur maður, hafði kvænzt stúlku úr Reykja-
vík 23. ágúst 1890. Hét hún Ingunn Loftsdóttir frá Kleppi,
gjörvuleg og fríð kona. Átti hún ætt að rekja til Austurlands
og var skyld Jóni á Skjöldólfsstöðum, amma Jóns og lang-
amma hennar voru systur úr Vopnafirði. Um embættið sótti
einnig presturinn á Hjaltastað, séra Magnús Bjarnarson, ung-
ur maður, röskur og gjörvulegur og hafði gott orð, saup ekki
og var enn ókvæntur. Séra Stefán sat enn í Hofteigi, en hætt-
ur að messa. Menn riðu á kjörfundinn og auðvitað um hlað
í Hofteigi. Séra Stefán hitti þá að máli. Ef til vill komu þeir
inn og fengu ,,útí“, og séra Stefán var líkur sjálfum sér:
„Þið skuluð kjósa séra Manga, Kröyer ætlar að gefa honum
kvígu“, sagði hann við þá, en Kristján Kröyer var stórbóndi
á Hvanná og átti ógefnar dætur. En menn höfðu ekki ráð
séra Stefáns framar.
Einar Þórðarson var kosinn og síðan veitt embættið 13.
febrúar 1891. Hann kom nývígður til staðar vorið 1891. Hann
hóf þegar mikinn búskap í Hofteigi, og naut við það atfylgis
móður sinnar og stjúpa á Skjöldólfsstöðum. Hann var prýði-
lega vel gefinn maður, áhugasamur um almenn mál, þar á