Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 77
MtJLAÞING
75
Útskála 1902, en tapaði kosningu á móti séra Kristni Daníels-
syni presti á Söndum. En nú fór séra Einar Vigfússon frá
Desjarmýri 1902 sem áður sagði, og séra Einar sótti um
Desjarmýrarprestakall og fékk það og fluttist frá Hofteigi
vorið 1904. Hann gerði upp pöntunarfélagið og sleit því, lét
kjósa Jón á Hvanná fyrir oddvita sveitarinnar; var það ekki
gert til einnar nætur, því að Jón var oddviti yfir 50 ár. Að
öllu kvaddi hann sína kæru sveit við allra manna eftirsjá.
Hann keypti jörðina Bakka í Borgarfirði og sat þar og bjó
við rausn.
Tíminn hafði komið víðar við en í lífi séra Einars. Það var
yfirleitt dapurt yfir sveitalífi á Jökuldal er líða tók á áratug-
inn 1890 og yfir aldamót. Efnahagur bænda tók að hallast
eftir að sauðasalan hætti til Englands 1897, og heilsufar í
sveitinni var ekki gott sem áður segir. Þóra systir séra Ein-
ars, brúðurin frá 1889, lést 20. maí 1897 frá þremur ungum
böjrnum. Það var saga sem byrjaði að brúðkaupi loknu, að
þessi ungu hjón virtust ekki hafa rúm á Skjöldólfsstöðum
eða annars staðar á Dalnum. Strax á vordögum 1890 verða
þau að taka heiðarkotið Mel til ábúðar. Það fylgdi Skjöld-
ólfsstöðum að einum þriðja hluta, en Hofskirkju í Vopnafirði
að tveim þriðju hlutum. Vist þar hlaut að vera vond fyrir
hina fíngerðu heimasætu á Skjöldólfsstöðum, sem fram kom,
að skjótt missti hún heilsuna. Þau fara í Hofteig árið eftir
að séra Einar er búinn að taka þar við stað og er að hefja
þar frumbýlingsbúskap. Það var ekki Þóra Þórðardóttir sem
átti að verða húsfreyja á Skjöldólfsstöðum né Þórður Þórðar-
a\on að gerast þar bóndi. Fólkið ætlar að ráða forlögunum
sjálft.
Nú tóku þau að reskjast Skjöldólfsstaðahjónin og þó Þór-
dís meir. Þau höfðu átt eina dóttur barna, Þorvaldínu Sigur-
björgu, og var það nafn prestshjónanna í Hofteigi, séra Þor-
valds Ásgeirssonar og Hansínu Sigurbjargar konu hans, Þor-
grímsdóttur prests í Hofteigi, Arnórssonar. Þau fluttu frá
Hofteigi 1880. Þorvaldína var fædd 1874, og um aldamótin
trúlofast hún frænda Jóns Kjartanssonar á Arnórsstöðum og