Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 78
76
MÚLAÞÍNG
uppeldissyni, Sigurði Sigurðssyni síðar kennara á Hólum og
Seyðisfirði. Æskubráðræði var þetta kallað, og sá Þorvaldína
sig um hönd og sleit trúlofuninni, og um sama leyti gat hún
ekki ráðið við ást sína á aðkomumanni sunnan úr Flóa er eigi
þótti hafa góðar ástæður til hjúskaparmála, þar sem honum
fylgdi myndarkona og þau höfðu átt barn saman. Olli þetta
stórraunum með fólki hennar, en Þorvaldína var greind
stúlka og skapföst og kvaðst fara sínu fram, og barðist hún
jöfnum höndum um ást sína og við raunir sínar sem af þeim
risu. Átti hún að giftast til búskapar á Skjöldólfsstöðum, en
nú þótti það í óefni fara. Út af þessu var talið að hún missti
heilsuna, því að nú tók hún berklana og lézt 5. maí 1905.
Þórdís lézt 17. október 1903, og taldist södd lífdaga er
henni reis nú allt svo öndvert; hennar ágæti sonur og hér-
aðshöfðingi, séra Einar, var eins og dæmdur til að fara frá
Hofteigi, von hennar var brostin um Þorvaldínu sem hús-
freyju á Skjöldólfsstöðum, einkadóttir af fyrra hjónabandi
var dáin, og af Þórði syni sínum, þá bónda á Fossi í Vopna-
firði spurði hún ekkert sér til ánægju. Var hann þó hinn
ágætasti maður, en örlögin sköpuðu honum stakk sem fáir
mundu vilja fara í, og er það önnur saga. Var þar með allt
hið gamla Skjöldólfsstaðaveldi hrunið, og Jón seldi Skjöld-
ólfsstaði Eiríki Sigfússyni bróðursyni Þórdísar, og bjó hann
við landsfræga rausn á Skjöldólfsstöðum unz hann lézt 23.
júní 1936. Af eignum sínum myndaði Jón sjóð er vera skyldi
til styrktar berklasjúklingum í Norður-Múlasýslu. Hann hef-
ur hvorki fyrr eða síðar komið að gagni. Var sjóðurinn í upp-
hafi 11 þúsund krónur, sem var stórfé í þá daga.
Séra Einar sat á Bakka, en árið 1907 lét hann af embætti
og andaðist þar hinn 6. ágúst 1909, daginn áður en hann yrði
fullra 42 ára. Ingunn ekkja hans fluttist til Vopnafjarðar og
kom þar upp börnum sínum við mikinn dugnað og virðingu
manna, en hafði lítið fé. Peningarnir hans Jóns fóru í sjóðinn.
Þórður á Fossi barðist við sára fátækt og sorgir, en var þó
jafnan höfðingi í háttum. Skjöldólfsstaðaauðurinn fór í sjóð-
inn.