Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 79
MÚL AÞING
77
Jón átti heima á Skjöldólfsstöðum hjá Eiríki og tók nú
fa(st að e'dast og hrörna, og vínnautn hans var lítt í hófi
tímum saman. Sumarið 1912 var hann um stund í Vopnafirði
og lá við drykkinn og virtist orðinn sjúkur maður. Var hann
þá f'.uttur í Fáskrúðsbakka, afbýli frá Svínabökkum, en þar
bjó sá maður er fyrr vann ástir Þorvaldínu dóttur hans og
átti nú fósturdóttur hans. Þar andaðist hann stuttu síðar.
Lík hans var flutt í Hofteigskirkjugarð.
Séra Stefán Halldórsson keypti Hallgeirsstaði í Hlíðar-
hreppi, mikla jörð og fríða. Er hún gegnt Hallfreðarstöðum í
Tungu, þar sem enn sat stjúpi hans Páll skáld Ölafsson, þar
sem hann ólst upp og móðir hans var fædd, bjó lengst og dó
þar sama árið og hann kom í Hofteig, Þórunn Pálsdóttir
sýslumanns, Guðmundssonar. Halldór Sigfússon maður henn-
ar var búinn að fá Hofteig, en drukknaði áður en hún gæti
orðið prestsfrú á þeim stað. Séra Stefán bjó við rausn og
vinsældir á Hallgeirsstöðum, og það varð mörgum að skemmt-
un sem hann talaði, en engir kærðu yfir því. Þá var það
haustið 1897 að fullorðnir hrútar tveir hlupu í ófærubjörg
þar í fjallinu og gátu ekki snúið við né bjargað sér á annan
hátt. Enginn treystist til að bjarga þeim, enda aðstaða óhæg,
og mikið afl þurfti til að snúa þeim við á syllunni þar sem
þeir stóðu og aðeins hægt að seilast til þeirra. Séra Stefán
fór til og náði til þeirra með annarri hendi, og með heljaraflj
tókst honum að snúa þeim við og fór eftir það heim og lét
ekki á neinu bera. Um nóttina eftir andaðist hann í svefni.
Þá var 5. október, og var hann 52 ára að aldri. Páll sýslu-
maður afi hans Guðmundsson iézt einnig af afleiðingum risa-
átaks. Sótti hann til hans kraftana — og dauðameinið. Séra
Stefán hefir að þessu verið hetja hinna íslenzku örlaga sem
í sögum eru skilgreind sem meiri gjörvuleiki en gæfa. Hinu er
ekki að neita að það sem hann sagði við séra Jón Bjarnasop
í veizlunni á Skjöldólfsstöðum varpaði nokkrum skugga á
álit hans, jafnframt því sem menn hörmuðu að þetta slys
skyldi verða honum svo afdrifaríkt.
Einar Pálsson frá Arnórsstöðum útskrifaðist frá Presta-