Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 80
78
MÚLAÞING
skólanum árið 1892. Hann fékk árið eftir Hálsprestakall í
Fnjóskadal, vígðist 7. apríl og kvæntist 27. júlí 1893. Kona
hans var Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir sýslumanns
Briem. Til hans fluttist Arnórsstaðafólkið, móðir hans Hróð-
ný Einarsdóttir, ráðsmaður hennar Jón Kjartansson og börn
hennar Jón og Helga. Jón var hinn mesti gáfumaður, en
heilsulítil!. Hann skrifaði þátt í Óðinn um Jökuldal um 1910.
Fjallaði hann um bændur á Jökuldal um það leyti sem Jón
ólst þar upp og svo Dyngjufjallagosið 1875, örlög sveitarinn-
ar af því mikla á.falli og aðra viðburði. Er þetta hin mest.a
Snilldargrein og á sér fáa eða enga líka í sagnaritun. Árið
1903 fékk séra Einar Pálsson Gaulverjabæjarprestakal!, og
þótt nú losnaði Hofteigur lét hann sig það engu skipta. Var
þó Arnórsstaðafólkið, sem til hans fór tíu árum fyrr, a!!t á
lífi. Hann fékk Reykholtsprestakall 1908 og var þar hinn
mesti öndvegishöldur til 1930 að hann sleppti embætti og
flutti til Reykjavíkur, þar sem hann starfaði við Söfnunar-
sjóð ísiands. Sonur séra Einars, meðal annarra, hét Gunn-
laugur, mikill efnismaður og virtist kippa í kyn til frænda
sinna, stórbændanna á Jökuldal öldum saman. Hann hugðist
að verða bóndi og menntaðist til þess hlutverks, en sneri svo
inn á námsbraut til pregtsskapar og lauk guðfræðiprófi 1929,
32 ára gamall. Samsumars kom hann austur á Jökuldal og
hitti frændur sína í Möðrudal og víðar. Hafði hann i....huea
að gerast prestur í Hofteigi á næsta ári.^Fór hann síðan heim
með þennan ásetning. En litlu síðar tók hann mein er leiddi
hann til bana á afmælisdaginn hans 19. september, er hann
var 32 ára gamall. Sýnir þetta að andi sveinsins úr Dalnum
hefur lifað, þótt örlögin hefðu nú sín ráð á hlutunum sem
jafnan fyrr.
Það sótti enginn prestur um Hofteigskall fyrstu árin eftir
að séra Einar Þórðarson hvarf þaðan. „Tæringin" á Dalnum
mun hafa átt einhvern þátt í því að menn fýsti ekki þangað.
Þjónaði Kirkjubæjarprestur, séra Einar Jónsson, kallinu til
1908. Þá gerðist þar prestur Haraldur Þórarinsson, gáfu- og
lærdómsmaður, en fékk þess lítt notið meðan hann dvaldi þar.
ii ^