Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 84
82
MÚLAÞIN G
Móóir Einars en kona Magnúsar á Lambleiksstöðum hét
Ragnheiður Jónsdóttir bónda á Hnappavöllum í Öræfum fædd
1801 dáin 15. október 1887. Jón bjó síðar á Vindborði á
Mýrum, Árnason bónda að Firði í Lóni Pálssonar bónda þar
Snjólfssonar. Kona Árna hét Ragnheiður Jónsdóttir. Móðir
Ragnheiðar konu Magnúsar hét Ingibjörg Gísladóttir Eiríks-
sonar bónda að Fiatey á Mýrum, kona Gísla var Vilborg Jóns-
dóttir. Ragnheiður og Magnús hafa verið þremenningar í aðra
ætt. Magnús á Lambleiksstöðum var fæddur árið 1774 en
dáinn 9. ágúst 1828.
Ung hefur Ragnheiður gifzt Magnúsi og aldursmunur mik-
ill, eða 26 ár, sem hann er eldri. Börn þeirra urðu 9 á /10
árum og eru þau sem hér segir, talin eftir aldri:
1) Jón, fæddur 1817 dáinn 5. marz 1893 bóndi á Hofsnesi
í Öræfum. Kona: Halldóra Pálsdóttir bónda að Kvískerjum
Jónssonar.
2) Einar, fæddur 1817, dáinn 29. apríl 1871, bóndi að
Stekkjarhjáleigu í Hálsþinghá. Kona 26. okt. 1849 Ragnheið-
ur Guðmundsdóttir bónda á Starmýri Hjörleifssonar.
3) Jón, fæddur 1818, dáinn 24. des. 1891, lausamaður að
Þvottá í Áiftafirði. Barnsmóðir Gróa Runólfsdóttir bónda í
Brattagerði í Nesjum Jónssonar.
4) Sigríður, fædd 14. ágúst 1820, dáin 29. apríl 1884. Var
tvígift. Fyrri maður Jón bóndi í Þinganesi Sigurðsson. Seinní
maður Jón bóndi á Sléttaleiti í Suðursveit, fyrir og eftir á
Eskey á Mýrum og síðar á Svínafelli í Nesjum Þorsteinsson.
5) Ingibjörg, fædd 1821, dáin 4. október 1850. Giftist Jóni,
sem kallaður var salti, bónda í Einholti síðar á Rauðabergi á
Mýrum Árnasyni.
6) Guðrún, fædd 1822, dáin 12. apríl 1868. Barnsfaðir Jón
bóndi í Byggðarholti í Lóni Jónsson. Giftist 25. júní 1853 Jóni
Bjarnasyni bónda í Hraunkoti í Lóni.
7) Guðmundur, fæddur 6. apríl 1824, dáinn 13. sama mán-
aðar.
8) Margrét, fædd 1826, dáin 21. október 1857. Vinnukona