Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 85
MÚLAÞING
83
að Hömrum á Mýrum síðast á Geldingi (nú Hlíðarendi) í
Breiðdal. ;
9) Guðmundur, fæddur 1827, dáinn 22. nóvember 1885.
Bóndi á Geldingi í Breiðdal, síðast á Kolmúla í Reyðarfirði.
Kona Þorbjörg Guðmundsdóttir bónda í Ekkjufellsseli i Fell-
um Sigurðssonar.
Eftir tíu ára sambúð missti Ragnheiður Magnús mann sinn
en giftist fljótt aftur Jóni Bjarnasyni, fæddum 1802, hann
dó 3. maí 1843. Þau bjuggu fyrst á Lambleiksstöðum og síðar
á Hömrum á Mýrum.
Börn af síðara hjónabandi:
10) Bjarni, fæddur 1829, dáinn 8. maí 1902. Bóndi á Hey-
klifi í Stöðvarfirði. Kona Sigríður Sigmundsdóttir bónda í
Austurhól í Nesjum Þorsteinssonar.
11) Ragnheiður, fædd 1830, dáin 24. nóv. 1831.
12) Ragnheiður, fædd 1833, dáin 5. ágúst 1885. Giftist
fyrst Eiríki vinnumanni á Teigarhorni í Hálsþinghá Jónssyni,
síðar Benidikt Benidiktssyni bónda á Hamri og Hamarsseli
í Hamarsdal.
13) Katrín, fædd 26. ágúst 1835, dáin 25. september 1918.
Gift Jóni bónda í Þinganesi í Nesjum Guðmundssyni.
14) Árni, fæddur 1836, dáinn 20. ágúst sama ár.
15) Jón, fæddur 1836, dáinn 26. desember sama ár.
16) Eiríkur, fæddur 1838, dáinn 8. desember 1890. Vinnu-
maður í Fagradal í Breiðdal.
17) Árni, fæddur 1843, dáinn 9. janúar 1909. Bóndi í Fagra-
dal og Gilsárstekk í Breiðdal. Kona Steinunn Gunnlaugsdóttir
bónda á Þorgrímsstöðum Jónssonar.
Mikið hefur verið í Ragnheiði spunnið. Hún verður ekkja
27 ára og stendur þá uppi með átta börn sitt á hverju ári.
Öllum þessum stóra barnahóp heldur hún hjá sér og ræður
til sín ungan mann til fyrirvinnu svo ailt geti haldizt í sama
horfi og var og ekki þyrfti að koma til ráðstöfunar frá óvið-
komandi aðilum. Samt mun þarna ekki hafa verið um auð1 né
allsnægtir að ræða. Svo giftist hún í annað sinn og að tveim-