Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 86
84
MÚLAÞING
ur árum liðnum hefjast taarneignir á ný, eignast nú átta börn
með Jóni og eru þá börnin orðin seytján.
Seinni mann sinn missir hún 1843, og á því ári eignast hún
sitt síðasta barn og er hún þá fjörutíu og þriggja ára gömul.
Eitt af seinni börnunum var tekið í fóstur, Katrín. É|g heyröi
talað um að börn Ragnheiðar hefðu verið 18 og hún kölluð
Ragnheiður átján barna móðir, en þau finnast ekki nema
seytján og er ekki lítið.
Af þessum seytján börnum Ragnheiðar dóu fjögur í æsku,
eitt af fyrra hjónabandi og þrjú af seinna. Þetta er stór hóp-
ur. Ragnheiður hefur mikið þurft til framfærslu þessa stóra
barnahóps svo eðlilegum framförum og þroska yrði náð. Þá
voru ekki þekktar fjölskyldubætur eins og nú á dögum, þegar
hjón með edtt barn fá styrk til að ala það upp og koma því
til þroska. Hún hafði verið heilsugóð og sögð hamhleypa til
allra verka, fór í lestaferðir sjálf til aðdrátta og gekk í öll
verk bæði úti og inni.
Eftir því sem eldri börnin hafa vaxið hafa þau farið í vistir
til vandalausra. Margt af þeim lenti austur fyrir Lónsheiði, í
Geithellahreppinn, Álftafjörð, Hálsþinghá og Breiðdal. Velt
ég ekki annað en þetta hafi verið talið vandað og vel gefið
fólk og vel vinnandi. 1 Álftafjörö lentu Einar og Jón yngri,
í Hálsþinghá Ragnheiður, í Breiðdal Guðmundur, Eiríkur,
Árni, Bjarni og Margrét. Eftir urðu í Skaftafellssýslu: Jón
eldri, Sigríður, Guðrún, Ingibjörg og Katrín.
Einar flytur í Álftafjörð
Ekki veit ég hvað Einar var gamall þegar hann fluttist í
Álftafjörð, en fyrst hef ég spurnir af honum á Hofi hjá séra
Þórarni Erlendssyni. Má vera að hann hafi komið með honum
frá Bjarnanesi og hefur Einar þá verið innan við tvítugt. Á
Hofi mun hann hafa verið vistmaður í mörg ár. Þar kynntist
hann unglingsstúlku sem Oddný hét og eignaðist með henni
tvö börn, dreng sem Gísli hét og stúlkubarn sem dó ungt.
Gísli fylgdi föður sínum og dó af slysförum seytján ára gam-
all, taiinn mesti efnismaður. Ekki varð samband Einars og