Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 87
MIJLAÞING
85
Oddnýjar annað en börnin. Hún giftist síðar manni sem Eírík-
ur hét og kallaður var Hólmfríðarson og eignaðist með hon-
um mörg börn.
Ætt Ragnheiðar konu Einars
Hún var dóttir Guðmundar Hjörleifssonar á Starmýri fædd
7. nóvember 1831 og dáin 19. ágúst 1914. Hjörleifur faðir
Guðmundar var kallaður hinn sterki, bóndi að Snotrunesi í
Borgarfirði eystra, Árnasonar bónda í Höfn Gíslasonar prests
að Desjarmýri, sem kallaður var hinn gamli, Gíslasonar bónda
á Höskuldsstöðum í Breiðdal, Eiríkssonar bónda að Breiða-
bólstað í Suðursveit, Jónssonar prests á Hofi í Álftafirði, Ein-
arssonar prests og sálmaskálds að Heydölum Sigurðssonar.
Kona Guðmundar Hjörieifssonar var Sigríður Árnadóttir
bónda Jónssonar á Starmýri. Kona Árna var Ragnheiður Stef-
ánsdóttir. Kona Hjörleifs var Björg Jónsdóttir bónda að
Torfastöðum í Jökulsárhlíð og konu hans Vilborgar Magnús-
dóttur. Jón faðir Bjargar var Stefánsson bónda á Torfastöð-
um, kona hans var Þórey Bergþórsdóttir bónda á Ketilsstöð-
um í Jökulsárhlíð Einarssonar, en kona Stefáns var Vilborg
Magnúsdóttir Þorleifssonar bónda í Hallfreðarstaðahjáleigu.
Kona Árna í Höfn var Guðlaug Torfadóttir stúdents og bónda
Pálssonar í Stóra-Sandfelli og Ólafar Einarsdóttur prests að
Prestsbakka á Síðu Bjarnasonar, kona Gís’.a gamla var Ragn-
heiður Árnadóttir prests Álfssonar í Heydölum. Kona Gísla á
Höskuldsstöðum og móðir Gísla gamla var Þorgerður Sigurð-
ardóttir ættuð úr Hegranesi. Frá henni eru fáir ættliðir til
Jóns biskups Arasonar.
Einar flytur í Starmýri
Fljótt mun hafa borið á samdrætti milli Einars og Ragn-
heiðar eftir að hann kom í Starmýri. Líkaði Guðmundi föður
hennar þetta illa og vildi aftra henni frá þessu giftingarflanl,
bæði vegna þess hversu ung hún var og svo mun honum hafa
þótt viðskilnaður Einars við Oddnýju til lítillar fyrirmyndar.
En Ragnheiður var honum ekki sammála. Má vera að henni