Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 88
86
MÚLAÞING
hafi kippt í kyn til feðra sinna sem sagðir voru menn stór-
lyndir, og mun hún líka jafnan hafa þótt það. Mér er sagt að
drengurinn Gísli sonur Einars, sem fylgdi honum ávallt, hafi
orðið að nokkru leyti til þess að saman dró með þeim Ragn-
heiði og Einari. Henni fannst hann mjög einmana eftir að
hann kom í Starmýri, en hún var barngóð og hjartahlý. Þótt
ung væri tók hún drenginn að sér og sýndi honum umhyggju
og 'ástúð og varð drengurinn fljótt hændur að henni. Þau
Einar giftust 26. október 1849, þá var Ragnheiður 19 ára, en
barn mun þeim hafa verið fætt áður.
Næsta vor munu þau hafa flutt frá Starmýri og fengu inni
á Geithellum eitt eða tvö ár. Þá losnaði úr ábúð kirkjujörðin
Stekkjarhjáleiga í Hálsþinghá. Fengu þau þar ábúð og bjuggu
þar allan sinn búskap, rúm tuttugu ár, á meðan Einar lifði
en eftir missi hans bjó Ragnheiður í tvö ár.
Frá búskap þeirra í Stekkjarhjáleigu
Einar var sagður mesti dugnaðar- og trúleiksmaður að
hverju sem hann gekk, og varð búskapur þeirra á hinu rýra
og affallasama koti bjargálna búskapur allt til ársins 1867.
Þau eignuðust barn því næst á hverju ári og urðu þau fimm-
tán alls. Sjö af þessum börnum lifðu og komust til fullorð-
insára, en átta dóu ung. Misseri áður en Einar dó misstu þau
elzta barnið tuttugu og fjögurra ára gamlan son Sigurð,
mesta efnismann. Mér var sagt að hann hefði verið trúlofaður
stúlku úr Álftafjrði, Guðrúnu Kristjánsdóttur eldri frá Kamb-
séli. Hún giftist síðar Jóni Jónssyni og bjuggu þau á Þor-
grímsstöðum í Breiðdal.
Eins og áður greinir var Stekkjarhjáleiga mesta rýrðarkot,
lítið tún sem mun hafa fóðrað eina kú og engjareytur snögg-
ar. Var því ekki um mikinn heyfeng að ræða. Aftur var úti-
gangur fyrir sauðfé sæmilegur, enda varð á hann að treysta,
fjörubeit líka sæmileg, ef ekki voru ísaár sem þá vildu koma
þétt. Afföll voru þarna mikil vegna bráðapestar sem þarna
var landlæg eins og víða áður en farið var að bólusetja við
þeim faraldri. Einar mun ekki hafa safnað verzlunarskuldum