Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 90
88
MÚLAÞING
Hann kom utan úr kaupstað síðla dags og hafði haldið á
skjólu í hendinni fullri af tjöru sem átti að tjarga bátinn
með. Setti hann skjóluna á afvíkinn stað í bæjardyrunum.
Næsta morgun árla kom þar flækingskarl eða umrenningur,
fálmaði í skjóluna og fleygði henni um koll og rann tjaran
niður. Sigurður var ekki klæddur, en er hann varð þess var
að skjólunni var velt spratt hann upp úr rúminu berfættur
og á (nærfötunum og hreinsaði tjöruna aftur upp í skjóluna.
Á eftir sló að honum ofsa kulda. Hann hafði tekið heiftuga
lungnabólgu og lézt eftir stutta legu.
Um lát Einars var mér þetta sagt af Guðmundi syni hans':
„Það var víst eitthvað fátækt um matbjörg heima svo að
faðir minn gekk út í kaupstað að sækja eitthvað matarkyns,
Þá voru gerð út skip á hákarl og hákarlinn fluttur í land og
mátti fólk fá hann í soðningu og var nokkuð að því gert.
Þetta þótti góð soðning og gerði fólk nokkuð að því að borða
hann þannig, en á þessum soðna hákarli höfðu sumir mestu
ótrú. Við börnin vorum að leik á klettinum ofan við bæinn.
Sáum við þá að faðir okkar kom neðan við Efri-Hjáleiguna.
Hlupum við þá inn og sögðum mömmu frá. Dáiítill tími leið
svo að mömmu fór að lengja eftir honum. Gengum við öll út
oig iSáum að hann sat á bakkabroti stutt utan við túnið og
gengum til hans. En hann sat þar og var örendur og hallaðist
að bagganum.
Þessi þungu áföll og ástvinamissi bar Ragnheiður eins og
hetja, enda hraustbyggð bæði til sálar og líkama, þótt Ættir
Austfirðinga hafi aðra sögu um hana að segja: að hún hafi
ekki gifzt og eigi ekki niðja og að hún hafi orðið 'brjáluð.
Þetta er að vísu saga út af fyrir sig, en á ekki við um hana,
en hálfþystur átti hún, sem brjálsemin féll upp á, og hét
Ragnheiður.
Frá búskap Ragnheiðar
Eftir lát þeirra feðga hélt Ragnheiður áfram búskap næstu
tvö ájrin með yngstu börnin fjögur, það elzta ellefu ára en
það yngsta á þriðja ári. Guðmundur sonur hennar var þá tíu