Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 91
MÚLAÞING
89
ára en hitt voru stúlkur og hétu: Guðlaug sem var elzt, Sig-
urbjörg sjö ára og Friðbjörg. Tvær dætur voru komnar í
vistir uppkomnar, Ragnheiður í Papey og Ingibjörg að Hálsi,
átján ára. Hún lézt þar nítján ára gömul.
Nú var á lítið að treysta, bústofninn sáraiítill, ein kýr,
átján ær í kvíum og smalaði Guðmundur þeim, og ekkert
hægt að fá úr sjó. En Weywadt verzlunarstjóri var henni
hlynntur og lét hana njóta þess að Einar hafði verið góður
skilamaður. Á þessum árum voru gerð út hákarlaskip frá
Djúpavogi. Bauð hann Ragnheiði vinnu við lifrarbræðsluna
sem hún þáði og varð það henni til mikils stuðnings. Leyfði
hann henni að verzla hvern laugardag út á vikuvinnuna og
að auki gaf hann henni í hvert sinn eitthvert lítilræði \sem
henni kom vel. Hún dáði mjög Weywadt fyrir umhyggjusemi
og lítillæti þegar hún var við bræðsluna. Með henni var önnur
kona sem Halldóra hét. Var það venja hans á morgnana, en
hann var ávallt árrisull, að koma til þeirra í bræðsluna og
drekka þar með þeim kaffi og rabba við þær sem sína jafn-
ingja, en það mun ekki hafa verið venja að verzlunarstjórar
hjá örum og Wullf sýndu almúgafólki á þeim árum slíkt
lítillæti.
Eftir að Einar felldi fénað sinn 1867 og átti ekki hema
sáralítinn bústofn eftir, fékk annar maður ábúð á kotinu með
honum, hann hét Bergsveinn Skúlason ættaður úr Norðfirði.
Hann var þá nýkvæntur og hét konan Álfheiður Kristjáns-
dóttir frá Kambseli bónda þar Arasonar. Hún var áður trú-
lofuð manni sem Sigurður hét Sigurðsson, en hann drukknaði
í Hamarsfirði ásamt öðrum ungum manni sem iíka hét Sig-
urður og kallaður Halldórsson. Um þá má lesa annars stað-
ar. Álfheiður átti dreng eftir Sigurð, hét Kristján. Hann mun
hafa alizt upp í Sjólyst hjá hjónunum þar Kristjáni og
Katrínu. Hann fluttist til Danmerkur vaxinn og eignaðist þar
búgarð.
Eftir að Ragnheiður varð ekkja reyndist Bergsveinn henni
hinn mesti bjargvættur á margvíslegan hátt, og það sagði
Guðmundur að aldrei hefði Bergsveinn komið svo úr veiðiför
L