Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 93
MÚLAÞING
91
Ragnheiði ömmu mína og ævistarf hennar reyndi hún margt
mótdrægt um dagana á langri ævi. Vissi ég þó aldrei til eða
heyrði getið um annað en hún hefði lofað guð bæði hátt log
hljóðiega fyrir handleiðslu hans á sér og sínum enda trúkona
mikii Fletti hún oft upp í Biblíunni og las sér til hugar-
hægðar.
Getið afkomenda þeirra Einars og Ragnheiðar
Ég gat þess að þau hjón Einar og Ragnheiður hefðu eign-
azt fimmtán börn, átta dóu ung og tvö vaxin, en fimm náðu
háum aldri og voru:
A Ragnheiður. Maður Björn Björnsson frá Melrakkanesi,
áttu þau tvo syni og tvær dætur.
1 Sigurbjörn. Kvæntist, átti einn son, er ókunnugt um
hann að öðru leyti. Sigurbjörn dó af slysförum á miðj-
um aldri.
2 Guðrún Björg. Gift frænda sínum Einari. Þau búsett á
Eskifirði, eiga afkomendur.
3 Ragnheiður. Ekkja, barnlaus, var búsett á Eskifirði.
4 Einar. Bóndi að Eyjum í Breiðdal, dugnaðarmaður.
Kona Katrín Einarsdóttir frá Brekku í Lóni, eiga marga
afkomendur.
B Guðlaug. Maður Sigurður Jónsson frá Hamarsseli, þeirra
börn fjögur.
1 Þórunn. Maður Jón Guðmundsson frá Geithellum. Hún
lézt að öðru barni, niðjar ekki kunnir.
2 Einar. Verkamaður á Eskifirði, kona Guðrún Björg, þau
systrabörn, eiga niðja.
3 Jónbjörg. Maður Björn Finnsson Malmquist, áttu þrjá
syni, ókunnugt um niðja.
4 Jón. Verkamaður á Djúpavogi. Kona Ragna Antoníus-
dóttir, eiga niðja.
C Guðmundur. Kona Kristín Jónsdóttir Jóhannessonar. Þau
barnlaus, en ólu upp nokkur börn.
D Sigurbjörg. Maður Eyjólfur Jónsson frá Geiíhellum. Eign-
uðust sex börn, fjóra syni, tvær dætur.