Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 94
92
MÚLAÞING
1 Guðjón. Fyrst útgerðarmaður að Hlíð við Berufjörð,
síðar bóndi að Framnesi. Kona Guðrún Ijósmóðir Ara-
dóttir frá Fagurhólsmýri í Öræfum, eignuðust fjögur
börn, þrjá syni, eina dóttur. Þeirra börn eiga niðja. Guð-
jón lézt á miðjum aldri árið 1942 frá ungum börnum.
2 Ingibjörg. Maður Gísli Guðmundsson frá Höfn í Homa-
firði, áttu eina hugljúfa dóttur er lézt um þrítugt.
3 Guðmundur. Bóndi, fyrst að Starmýri síðar að Þvottá.
Kona Þórunn Jónsdóttir frá Starmýri, eignuðust níu
börn sex syni og þrjár dætur. Frá þeim eru margir niðj-
ar. Þórunn lézt 1956.
4 Ragnar. Kona Guðný Finnbogadóttir frá Hofi í Öræf-
um, áttu tvær dætur og einn son og eru frá þeim niðjar.
5 Emil. Kona Antonía Steingrímsdóttir frá Hlíðarhúsum á
Djúpavogi og þau búsett þar. Eignuðust sjö syni, af
þeim eru tveir látnir; margir niðjar. Þeir Ragnar og
Emil létust 1965 með viku millibili.
6 Sigríður að Hlíð við Djúpavog. Engir afkomendur.
E Friðbjörg. Giftist ekki en átti þrjú börn og eru frá henni
niðjar þar á meðal Einar Bragi rithöfundur, sonar sonur.
Enn frá Ragnheiði. Siðustu ár hennar
Ragnheiður var á margan hátt mikilhæf kona, greind og
stálminnug. Sérstaklega var hún minnug á ættir manna og
rakti þær á ýmsa vegu allt fram til elliára. Bjarni prestur
Sveinsson á Stafafelli í Lóni mun hafa verið allfróður um
ættir og skrásett ættartölur. Fékk hann Ragnheiði eitt sinn
suður til sín í Stafafell til að fræða sig um ýmsar ættir er
honum voru ekki kunnar, og lauk á ættfræði hennar og stál-
minni miklu lofsorði. En minni tapaði hún um áttrætt, fékk
þá slag og lenti í rúmið. Ljósmóðir var hún um fjölda ára,
þó ólærð, og heppnaðist sá starfi vel. Varð aldrei að neinni
sængur.konu sem hún stundaði. Má ég ségja að allar þær kon-
ur sem hún veitti hjálp virtu hana og báru til hennar mikið
traust. Var hennar vitjað af sumum konum langt fram á átt-
ræðisaldur. Síðastur manna vitjaði hennar Gísli bóndi Þor-