Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 96
Gísli Helgason frá Skógargerði:
Ymislegf um Arna Björn sterka
Árni Björn var sonur Arinbjarnar Sigmundssonar bónda á
Þorvaldsstöðum í Breiðdal og Guðnýjar Erlendsdóttur konu
hans. Hann var fæddur á Þorvaldsstöðum 24. júlí 1848, ólst
upp í Breiðdal, en fluttist seinna upp á Hérað og var þar
vinnumaður eitthvað, en mun þó meira hafa verið lausamaður.
Hann var um skeið í einskonar húsmennsku á Eyvindará hjá
Einari Þórðarsyni, sem skaut skjóli yfir margan einstæð'ing.
Árni Björn hafði þarna fáeinar kindur, sem hann heyjaði
fyrir á sumrin, en vann svo eitthvað dálítið hjá öðrum, eink-
um vor og haust. Hann var talinn heldur latur og gefinn fyrir
að eiga róiega daga, einkum á vetrum. Þegar hann var á Ey-
vindará, hirti hann kindur sínar á vetrum. Sagt var að kvöld
eitt í slæmu veðurútliti hefði hann átt fáeina sauði þar stutt
frá, sem hann nennti ekki að sækja, en ætlaði þeim að koma
heim sjálfum. Um nóttina gekk í blindbyl, og gemsarnir fór-
ust flestir.
Árni Björn var í hærra lagi og þykkvaxinn, sívalur og
þykkur undir hönd, en ekki mjög herðabreiður. Hann var tal-
inn með afbrgðum sterkur, en var dulur og hægur og ógjarn
á að reyna sig. Hann tók aldrei á afli sínu í návist annarra.
— Skulu nú sögð hér nokkur dæmi um þetta.
Vor eitt laust fyrir aldamótin var Eiríkur Jónsson bóndi á
Refsmýri í Fellum að byggja nýja baðstofu og breyta húsa-