Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 97
MÚLAÞING
95
skipan eitthvað. Hann fékk Árna Björn, sem þá mun hafa
verið á Eyvindará, til að vinna með sér og fleirum að veggja-
gerð. Þeir höfðu rifið forn göng, sem þóttu nú alltof lág, en
yfir .þau hafði verið reft með steindrang miklum, þar sem
mestu þótti varða að hafa sterkan raft. Þegar þeir höfðu ,nú
hækkað og lagað veggina sem þurfa þótti, vildu þeir setja
ste'ndranginn aftur á sinn stað, því enn var þörf á óbilandi
rafti. Þarna voru þrír karlmenn auk Árna Björns. Þeir fara
nú fjqrir að reyna að lyfta steininum á sinn stað, en þeir koma
honum með engu móti nógu hátt. Þegar þeir höfðu bisað v:ð
þetta alllengi, er kaliað á þá inn til að snæða miðdag. Þeir fara
þegar inn allir nema Árni Björn, hann gengur eitthvað frá,
en kemur svo von bráðar inn. Þegar verkamennirnir koma út
aftur ti'. vinnu sinnar, er drangurinn kominn á s:nn stað. Árni
Björn gat þetta einn, en hefir sennilega tekið linlega á með
félögum sínum áður en þe'r fóru inn.
Guðmundur Árnason á Gilsárstekk í Breiðdal segir svo frá
eftir ábyggilegum manni, sem var í verki með Árna Birni:
„Við Árni Björn vorum eitt sinn sendir með afsláttarhest
inn á öræfi, sem við áttum að skjóta þar og eitra fyrir refi.
Þegar kom á ákvörðunarstaðinn, völdum við hávaða nokkurn,
en öðrumegin v;ð hann var alldjúpur grafningur. Nú vildi svo
óheppiiega til, að þegar hrossið féll fyrir skotinu, valt það
ofan í grafninginn. Þarna mátti skokkurinn hrernt ekki vera,
því tófurnar gætu þá ekki náð í hann. Við fórum því að bisa
við að koma honum á sinn stað, en öll slík átök urðu árang-
urslaus.
Mér lék mikill grunur á að Árni Björn drægi af sér. Stakk
ég nú upp á því, að við skyldum hvíla okkur, ég þyrfti líka
að ganga afsíðis, en það var samt ástæðulaus viðbára. Éig
gerði þetta nú samt, en þegar ég kom aftur, var hrossskrokk-
urinn kominn á sinn stað“.
Ég heyrði þessa sögu í æsku alveg e;ns, en það fylgdi þó,
að félaginn hefði verið á gægjum til að sjá hvað fram færi.
Hefði Árni Björn vafið tagli hestsins um hönd sér og dregið
hann mjög léttilega á því upp á hólinn.