Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 101
MÚLAÞING
99
berin sem voru austan Gilsár, en að henni er djúpt glettagil.
í þessu kom til okkar Tómas Vensberg sem var smali á Hrafn-
kelsstöðum en seinna bóndi á Straumi í Tungu, hann stakk
sér í gilið ásamt Ögmundi því honum voru leið:r kunnar.
Sæbjörn á Hrafnkekstöðum var samkvæmt vinnuskýrslu frá
1872 þá talinn 33 ára. Sæbjörn byrjar búskap um 1870 á
Hrafnkelsstöðum. Hann var meira en maðalmaður á velli,
stórskorinn í andlit:, greindur, víðlesinn, hygginn og ráðdeild-
arsamur. Hann dó úr mannskæðri inflúensu 1894. Hallfríður
bjó með ráðsmönnum til vors 1904 á Hrafnkelsstöðum.
Nú losna Hrafnkelsstaðir úr ábúð. Um jörðina sækja: Elías
Jónsson bóndi á Aðalbóli, Pétur Stefánsson seinna bóndi í
Bót og Metúsalem Kjerúlf. Þeir Elías og Pétur drógu sig til
baka vegna lögferjunnar. Það kemur því í minn hlut að1 segja
sögu lögferjunnar á Hrafnkelsstöðum um hálfrar aldar skeið
eða frá 1904 til 1950 að árnar voru brúaðar. Lögferjan tó’;
sex menn með ferjumanni eða fjóra hestburði og fjögur klyf-
berareiðfæri. Reglugjörð fyrir ferjuna var engin til, en venja
var, að taka 25 aura fyrir mann, 10 aura fyrir hest á eftir
ferju, 10 aura fyrir hestburð og 4 aura fyrir klyfberareiðfæri,
5 aura fyrir kind að vorlagi, 8 aura að haustlagi og einn eyri
fiyrir stekklamb, 3 kr. fyrir skiplægt naut. Seinna fékk ég
leyfi sýslunefndar til þess að taka 50 aura fyrir mann, 25
aura fyrir hest á eftir ferju, 25 aura fyrir hestburð og 10
aura fyrir reiðfæri. Gilti sá taxti þangað til ég samdi reglu-
gjörð fyrir lögferjuna á Hrafnkelsstöðum sem var samþykkt
af sýslunefndinni.
Útskrift úr sýslufundargjörð Norður-Múlasýslu 1921:
Sýslunefndin samþykkti eftirfarandi tillögur:
Fyrir mann kr. 1.00 Fyrir hest á eftir ferju kr. 0.25
— hestburð — 0.40 — klyfberareiðfæri — 0.10
— skiplægt naut — 3.00 — kind að vorlagi — 0.12
—■ naut á eftir ferju — 1.25 — kind að haustlagi — 0.25
— folald — 0.75 —• lamb að vorlagi •—■ 0.05
Lögferjustaðurinn var úr Skipabotni að austan í Ferjubakka
að vestan lítið framar en síminn liggur yfir ána. Þegar sím-