Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 105
MIJLAÞING
io3
um tekin frá landmegin, rann þá féð uþp úr henni. Straum-
ferjan var sett á 1917 og var starfrækt til 1950 er Jöku'.sár-
brú:n leysti hana af hólmi.
Minningar um lögferjuna
Kynni mín af lögferjuhaldi voru á þann veg að ég mundi
ekki taka það á hendur í annað sinn. Því fylgir ófrelsi, ónæði,
vosbúð, erfiði, átroðningur og vinnutap. Ekki fór ég margar
ferðir lífshættulegar, en þær hlutu þó að koma á löngum tíma.
Þar sem lögferja er, sækja menn að allan ársins hring til
þess að fá aðstoð yfir árnar, en hættan er meiri þegar um
ótraustan ís er að ræða, en bráð nauðsyn t. d. að sækja lækni.
Löngum voru hestar í húsi af þeim ástæðum, en árnar ekki
þá hestfærar og næturgestir allt að 30 á viku. Þá kom fyrir
að fara frá þurru heyi sem þurfti að taka saman undan rign-
ingu til að1 ferja. Enn er ótalið að ferja .fyrir ekki neitt eða
sama og ekki neitt, sem ég læt menn um að meta. Þakka ber
þeim sem borguðu en á því var misbrestur. Einu srnni hafði
ég athugað um óborguð ferjugjöld og ætlaði að rukka þau
inn á réttardaginn því þar var fjölmenni. Nágranni minn
skuldaði ferjutoll, 25 aura. Hann bar mér á brýn smásálar-
skap að rekast í þessum 25 aurum. É/g spurði hvort það væri
ekki smásálarskapur að biðja um ferju fyrir 25 aura og neita
að borga þá, það væri bara smásálarskapur að kalla þá inn.
I svona tilfelii er ekki hægt að venjast illu svo gott þyki.
.Ég var lieppinn með góða ferjumenn, en einna kunnastur
varð Páll bróðir minn. Lögferjan var orðinn staðargripur
margviðgerð og lak nema hún væri vel bikuð. Hér var oft
langferðafólk á ferð. Frú úr Reykjavík leizt eltki á lögferjuna
og spurði Pál ferjumenn hvort ferjan væri ekki orðin mjög
léleg. Páll svarar rólega: ,,Hún fer annaðhvort í þessari ferð
eða þeirri næstu“.
Ari Arnalds sýslumaður var á ferð uppi á Valþjófsstað og
gisti þar. Séra Þórarinn Þórarinsson fylgdi honum út á Ferju-
bakka þagar hann fór, því Ari ætlaði á ferju. Þverkíll er á
k.