Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 107
MÚLAÞING
105
inn farið á hverri stundu. Ólafur féllst á það og reið til baka
út að Fljóti sem var autt allan veturinn, og var hann, sóttur
á báti frá Brekku. En ísinn flaut úr ánni eftir stutta stund
og hefði engu verið bjargað.
Fólk hafði komið á bakkann og kallað á ferju. Páll var
fePjumaður og hafði róið fyrir eyri í ánni, en kvísl rann lí
gegnum eyrina í réttri stefnu. Ferjan fylltist af fólki, en Páll
tók stefnu út álinn framhjá kvíslinni. Fararstjórinn vildi fara
beina leið, og varð svo að vera, en ferjan fór í strand;
straumurinn stóð upp í kvíslina og varð ferjan rígföst á grynn-
ingu. Páll lagði upp árar og segir: ,,Nú bíðum við þangað til
áin vex“. Fararstjórinn tók að hugsa málið. ,,Þú getur dreg-
ið ferjuna út“. „Þú getur dregið hana út“, segir Páll, „þú ert,
á ikiofstígvélum“. En það þurfti meira en orðin tóm. Þegar
búið var að átta sig á því fór fararstjórinn út og dró ferjuna.
Jónas læknir Kristjánsson var læknir á Brekku frá 1901—
1911. Var á ferð og bað um ferju. Það hafði stíflazt í ánni
krapastella. Éig sagði að áin væri ófær. Hann sagði að hún
yrði aldrei ófær. Við fórum og hrintum ferjunni út á krapann.
Krapanum hlóð í ferjuna. Var hægt að hreyfa hana af landi.
Eftir klukkutíma erfiði og hrakning, því ég hafði farið út á
krapann og lent niður, varð að hætta. Læknir mátti gista yfir
nóttina.
GÖMUL VlSA
Sá ég út á sílakór,
sunnanvindur glaður fór;
hristi þá sinn hvíta bjór
höfuðskepnan ærið stór.