Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 110
108
MÚLAÞING
ir hans þrír, Páll, Guttormur og Gunnar, sem var þeirra
yngstur, um fermingu er þetta var, Ásgrímur Guðmundsson
sem þá bjó í Húsey, Benjamín á Brekku bróðir Sigurðar og
máske fleiri. Þessir bændur lögðu menn og hesta með sleðum
í grjótaksturinn, og þeim vannst vel, luku þessu verki áður
en vetri lauk.
Næsta sumar lá verkið niðri, en um veturinn var ekið efni,
þungum trjám og járnum, utan frá Óshöfn og inn eftir.
Strax og fjallvegir milli Seyðisfjarðar og Héraðs voru
orðnir færir vorið 1905 var hafizt handa. Þá komu menn
úr Seyðisfirði. Bjarni Sigurðsson var foringi þeirra, og með
honum voru bræður hans, Jón faðir Vilmundar landiæknis
og Magnús faðir Guðbrands ritstjóra, ennfremur Bjarní Ket-
ilsson Vopnafjarðar- og Grímsstaðapóstur. Bjarni Sigurðsson
var gullsmiður og úrsmiður, verzlaði síðar á Seyðisfirði og
varð fyrsti stöðvarstjóri rafstöðvarinnar við Fjarðarsel, sem
fullgerð var 1913 (?). Fleiri menn munu hafa verið frá Seyð-
isfirði, sem eg kann ekki að nefna, nema Guðfinn Jónsson
bátasmið frá Fornastekk; hann smíðaði sjálfa ferjuna.
Sveitamenn voru ekki margir í þessari vinnu, en þó einhverjir,
og man eg eftir Vilhjálmi á Straumi og Páli Hermannssyni
sem var á fyrir skömmu orðinn gagnfræðingur frá Akur-
eyri.
Seyðfirðingarnir sumir kunnu til grjóthleðslu. Þeir meitluðu
steinana og löguðu til. Grafið var fyrir stöplum ofan á fast
og steinunum síðan raðað í sementslögun, þannig límdir. Að-
alstöplarnir voru á að gizka á fimmta metra á hvern veg
neðst, en hlaðnir með dálitlum fláa og fullgerðir efst um fjóra
metra á hvern veg. Tveir voru stöplarnir hvoru megin; þeir
sem nær voru fljótinu voru ummálsmeiri, á þeim voru þrjú
sver tré reist í topp. Trén voru átta þumlunga á hvern veg,
tvö þau aftari, en það sem næst var fljótinu 12 þumlungar.
Þau voru ferköntuð, og trönurnar um sex metra á hæð.
Stöplarnir fjær fljótinu voru minni um sig; í þá voru steypt-
ir heljarmiklir járnkengir, sem héldu í enda vírkaðalsins, sem
strengdur var yfir fljótið. Á þrífætinum — trönunum — var