Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 111
MÚLAÞING
109
vel frágengin járnhetta með lögg fyrir vírkaðalinn. Einnig var
efst á trönunum komið fyrir blökkum með hjólum, sem drátt-
arkaðlar úr hampi léku í, og !águ þeir á hjól með sveif á sem
komið var fyrir í hæfilegri hæð fyrir ferjumanninn að standa
við að snúa.
Yfir 20 ár mun þessi umbúnaður hafa verið og var argasta
púl að snúa sveifinni. En um 1928 var sett upp tannhjól sem
létti átakið svo að mun auðveldara var að snúa en áður.
Á burðarvírinn var settur umbúnaður líkastur vagni að sjá.
Úr þessum ,,vagni“ lá sterk járnkeðja niður í ferjuna, og
dráttarkaðlarnir gegnum blakkirnar og niður á hjólið sem
ferjumaðurinn sneri.
Ferjan vár kassa'.aga, aðeins lengri en breið með dálítið
hvassara en vinkilstefni. I stefnið var fest keðjan sem lá upp
í umbúnaðinn á burðarvírnum og framan á því var stýri sem
sá er í ferjunni var átti að beita þannig í strauminn að létt-
ara yrði að sveifa ferjuna yfir. Á því vildi ganga á ýmsu og
ekki allir lagnir á að halda því rétt svo að léttir yrði að; fyrir
kom að því væri beitt öfugt og varð þá til erfiðisauka. Þetta
varð ferjumaðurinn allt að þo'a, enda greip hann stundum
til þess ráðs að binda það fast svo að verkið yrði ekki eins
tilfinnanlega erfitt. — Ferjan var með tvöföldum botni flötum
og dæluútbúnaði, og hlerar voru á báðum hliðum hennar, serð
auðvelt var að hleypa niður og nota sem landgöngubrú fyrir
stórgripi og kindur. Hún var traust og svo rúmgóð að í hana
komust 4—6 hestar með klyfjum eftir því hve klyfjarnar voru
fyrirferðarmiklar. Um 50 lömb munu hafa komizt í einni ferð.
Meðan verið var að hlaða stöplana, sem mun hafa tekið
lengstan tíma, var farin ein ferð á Seyðisfjörð í viku hverri
með hesta. En sement flutt á klökkum upp yfir og sjálfsagt
fleira sem til þurfti. Þessar ferðir fóru, minnir mig, þeir Snjó-
holtsbræður, Jón og Jóhann Sigfússynir. Stefán Th. Jónsson,
kaupmaður á Seyðisfirði hafði með höndum efnisútvegun og
útvegaði utanlandsfrá teikningar af ferjunni og öllum útbún-
aði.
Eg man eftir þessu vegna þess að árdegis á föstudögum
é.