Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 112
110
MÚLAÞING
var eg sendur að heiman, frá Galtastöðum fram, með rauð-
stjörnótta hryssu sem faðir minn átti og lánaði 1 þessar ferð-
ir. Lestamennirnir tóku við henni við ferjustaðinn, og á laug-
ardagskvöld kom Stjarna sjálf heim með reiðfærið á sér.
Um haustið 1905, var
ferjan tilbúin, en ekki man
eg hvaða mánaðardag. Slát-
urfé var þá flutt í henni
yfir fljótið, það man eg.
Ferjunni var sveifað að
fjörunni að norðanverðu;
hún var grunnskreið og
flaut alveg að landinu, hler-
inn sem að landi vissi var
losaður, hann var á hjörum
að neðan, lagður út af og
myndaði landgöngubrú, og
féð rekið út í bátinn. Síðan
sveifað yfir, hinum hleran-
um hleypt niður og féð rek-
ið á land og áfram áleiðis
til Seyðisfjarðar. Þetta var
ólíkt hagkvæmara en að
kjótla því á róðrarferju
nokkrum kindum í senn, og
betri meðferð en að reka
það í fljótið eins og stundum var gert þegar lítið var í jþví,
t. d. undan Dagverðargerði og Breiðavaði.
Nú höfðu þeir sem að þessu verki unnu, lokið við ferjuna
og allan umbúnað hennar. Þeir höfðu unnið vel og gengið
vandlega frá öllu og eiga þakkir skildar fyrir það. Auk svif-
ferjunnar var róðrarferja einnig á ferjustaðnum, þótti þægi-
legra að grípa til hennar, þegar gangandi vegfarendur þurftu
að komast leiðar sinnar.
Það sýndi sig að ferjan þurfti iítið viðhald allan þann tíma
er hún var reki.n, Nema dráttarkaðlarnir. Um þá þurfti oft
Myndin er tekin 1968 og
sýnir trönurnair með sve&f-
inni og hlaðna stólpana
norðan við f'ljótíð.