Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 113
MÚLAÞING
111
að iskipta og jafnan að hafa góðar gætur á að þeir væru í
lagi. Þeir voru úr hampi eins og áður er sagt, og vildu lengj-
ast og styttast eftir veðurfari. Ef þeir voru of langir áttu
þeir til að slást ofan í fljótið og jók það mjög erfiði ferju-
mannsins.
Eins og áður var sagt var ferjan gerð á kostnað landssjóðs,
einnig var hún rekin á landssjóðs kostnað fyrstu árin eftir að
hún var gerð, þangað til 1909. Þá var hún afhent Norður-
Múlasýslu með bréfi frá verkfræðingi landsins, eftir að sýslu-
nefnd hafði látið nefnd er hún skipaði ganga úr skugga um
að ferjan væri í fullkomnu lagi. í þessari nefnd voru þeir
Björn á Rangá, séra Einar á Kirkjubæ og Guðmundur á Litla-
Steinsvaði. Norður-Múlasýsla rak ferjuna og sá um viðhald
hennar eftir það, en hafði til þess nokkurn styrk úr ríkis-
sjóði, þrjú til fimm hundruð krónur á ári lengst af.
Ferjumaður var ráðinn strax í upphafi Guðmundur Þor-
finnsson á Litla-Steinsvaði. Hann hafði 300 krónur í árslaun
og þóttu það góð laun — og talin eftir af sumum. Mönnum
óx allt í augum á þeim tímum. Eitthvað munu launin hafa
hækkað síðar; ófrelsi og erfiði var ærið. Vanþakklátur starfi
var að vera ferjumaður. Margir litu svo á að hann ætti að
vera til, helzt alltaf við hvenær sem var, annaðhvort með
svifferjuna eða róðrarferjuna eftir því sem á stóð. Umferð
var þó nokkuð mikil, einkum kaupstaðarferðir, og jókst með-
an úthéraðslæknir sat á Hjaltastað.
Um 20 mínútna gangur er frá Litla-Steinsvaði að ferju-
staðnum. Var því erfitt að kalla ferju svo að heyrðist svo
langa leið, og þótt vel væri fylgzt með mannaferðum við fljót-
ið frá Steinsvaði, gat út af því brugðið að heimafólk heyrði
til eða sæi ferðamenn. Því var settur upp lúður sunnan við
fljótið, og var í notkun nokkur ár. Feiknahljóð voru í þessum
lúðri, og heyrðist í honum allt norður í Hallfreðarstaði þegar
hljóðbært var. Jafnan fældust hestar á Steinsvaði þegar hann
var þeyttur; þeir gátu aldrei vanizt honum. Lúðurinn eyði-
lagðist eða var eyðilagður.
Svifferjunni var haldið gangandi í 37 ár. Guðmundur hafði