Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 116
114
MtíLAÞING
drjúgt. Hús voru snotur og haganlega fyrir komið. Þeir Guð-
mundur og Jón sonur hans komu sér upp baðhúsi með sund-
baðkeri, og var það með þeim fyrstu þar um s’óðir. Notuðu
það rnargir í nágrenninu áður en almennt kom þess háttar
umbúnaður til að baða sauðfé. Hjónin voru bæði sannir dýra-
vinir og héldu skepnur sínar vel. Frátafir voru miklar frá bú-
störfum sem að líkum lætur, fyrst og fremst vegna ferju-
mennskunnar, en einnig þegar leitað var til hans með sitt-
hvað: smíða hestajárn og laga undir hestum ferðamanna,
smíða amboð og gera við ýmislegt sem aflaga fór. Greiðasem-
in var frábær og lítið gjald jafnan upp sett.
Þjónustustörf voru mikill þáttur í lífi Guðmundar og Gróu.
Hún hjálpaði börnum í heiminn, bæði greiddu þau fyrir sam-
ferðamönnum á ferðalögum og lífsleið, og hann smíðaði hina
hinztu hvílu handa samsveitungum sínum er þeir hurfu héðau.
Eftirtektarvert er að á fyrsta tugi 20. aldar eru stigin hér
á Austurlandi mörg gæfuspor til varanlegra hagsbóta. Rit-
síminn er lagður til landsins 1906 og talsími um landið sama
ár, Fagradalsbrautin 1904—1909, Lagarfljótsbrúin 1903—1905
og svifferjan 1904—1905. Þar að auki margt fleira. Búnaðar-
samband Austurlands var stofnað 1903. Þá voru starfsmenn
ráðnir til að fara um og vinna fyrir bændur, plægja með hest-
um, hrossa- og sauðfjársýningar voru 1905. Fyrir Úthérað
var sýningin við ferjustaðinn milli tanganna. Vel man eg þá
sýningin var, báðumegin Fljóts, réttir fyrir kindur og hesta.
Róðrarferjan alltaf í gangi fyrir fólkið. — Þá kom Lagar-
fljótsormurinn, vélbátur sem hafður var í förum á Lagarfljóti,
nánar tiltekið á Leginum frá Egilsstöðum og til Fljótsdals.
Sýningin var haldin um vor í blíðskaparveðri. Fljótið var í
miklum vexti. Báturinn kom innan fljót. Lagðist hann að
grasbakka aðeins ofan við ferjustaðinn vestanvert. Eg var
hrifinn af þessu undri að sjá hann þjóta aftur og fram. Bát-
urinn fór nokkrar ferðir með fólk út að fossi, og varð það
mörgum mikil skemmtun og tilbreytni.