Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 118
116
MÚLAÞING
I Beinárgerði var hestur sem var kallaður Gísla-BIesi. Þetta
var mesti jálkur, en átti til að vera keppinn í samreið. Þetta
átti að verða reiðskjóti minn, og svo sótti eg skinnið og tók
klárinn og fór að hugsa um hvernig tiltæklegast væri að
tjasla bjórnum á hann.
Það varð niðurstaðan að eg lagði skinnið á hrygg Blesa, og
svo fór eg að tylla því með því að hnýta spotta í skæklana og
strengja undir kvið.
Svo var haldið af stað. Þetta var á sunnudegi, hlýtt í veðri.
Það höfðu gengið yfir skarpar landskúrir um morguninn og
fyrripartinn, en sólskin þess á milli. Eg hoppaði á bak B’.esa
og varð þá auðvitað strax rassblautur úr gráa bjórnum, því
að ein skúrin var einmitt nýgengin yfir. Það þýddi ekkert að
vera að setja það fyrir sig og ekki heldur bölvaða bjórskufs-
una þótt hún væri ósköp hvimleitt reiðver, og svo var riðið
úr hlaði, og segir ekki af ferðalaginu fyrr en komið var upp
á móts við Gunnlaugsstaði.
Þá var orðið margt um manninn í samreiðinni, og eg varð
ekki var við mér til nokkurrar furðu og mikillar ánægju, að
neitt væri hlegið að okkur Blesa og gráa bjórnum. Fólk virt-
ist ekki einu sinni gefa bjórnum auga.
Aftur á móti sá eg nokkuð sem mér þótti vert að veita
athygli. Það var strákur sem slóst í hópinn ásamt fleira
fólki. Hann reið á poka — þykkum strigapoka, rúgpoka með
rauðum röndum. Þá létti af mér sárustu áhyggjunum út af
mínu reiðveri.
I skóginum var glansandi sólskin og hiti og margt fólk
samankomið í Atlavík þennan dag.
Samkomuna setti Þuríður Jónsdóttir í Arnkelsgerði, hún
var kona Nikulásar þar, sem lengi var oddviti í Vallahreppi.
Þuríður var formaður kvenfélagsins sem þá var nýstofnað i
hreppnum, og það var einmitt kvenfélagið sem hélt samkom-
una. Mér varð ákaflega starsýnt á Þuríði, enda var hún glæsi-
leg kona, á íslenzkum búningi, og flutti mál sitt skörulega.
Hún byrjaði á að lýsa stefnuskrá félagsins og kvað hana
fyrst og fremst vera að styrkja fátækustu heimilin í sveitinni