Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 120
118
MÚLAÞING
Eg held mér sé óhætt að segja að þessi ósk Jóns Bergsson-
ar hafi rætzt. Að vísu er eg ekki þaulkunnugur sögum og ferli
kvenfélagsins í Vallahreppi, en eg veit þó til þess, að það
hefur unnið af aiúð að því að létta undir með fólki sem átti
við erfiðleika að etja og lagt framfaramálum gott Iið.
En þessi orð Jóns Bergssonar rifjast oft upp fyrir mér í
sambandi við starf hans sjálfs, sem allt var í þessum anda.
Um þetta leyti, og þó heldur síðar, gerðist tvennt eftirtektar-
vert í verzlunarmálum Fijótsdalshéraðs. Annað var „gjald-
þrot“ Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs og hitt stofnun Kaup-
félags Héraðsbúa. Pöntunarfélagið varð að hætta starfsemi
sinni 1909 eða litlu fyrr, og er sagt frá orsökum þess í IV.
bindi Austurlands (Halldór Stefánsson) og sögu Kaupfélags
Héraðsbúa (Benedikt frá Hofteigi). Bændur á Héraði voru
ekki aliir sérlega trúaðir á samvinnufélagsskap i verziunar-
málum, svona þegar pöntunarfélagið var nýdautt, en Jón
Bergsson lét það ekkert á sig bíta og hóf um sama leyti
ótrauður baráttu fyrir stofnun kaupfélags. Honum tókst með
furðulegri fortöluhæfni og viljaþreki að koma fótum undir
K.H.B. og fá menn til að taka þátt í stofnun deilda í fimm
sveitum af níu á Héraði. Hann ferðaðist í þessu skyni að
minnsta kosti um allt Upphérað og stofnaði deildirnar, en
náttúrlega með misjafnlega mikilli þátttöku. Mér er það sér-
staklega minnisstætt í sambandi við þetta starf hans, að eg
heyrði einu sinni á það að nokkrir bændur á Völlum voru að
spyrja aðkomumann um fundinn í Fljótsdalnum, og hvernig
þessi maður sagði frá þeim fundi. Þar var þátttakan svo
mikil að mig minnir helzt allir bændur nema einn gerðust
félagsmenn. Þetta þóttu miklar fréttir og furðulegar. Eg man
að einhver sagði að það væri ómögulegt að skilja hvað fyrir
þessum mönnum gæti vakað. Þá sagði aðkomumaðurinn:
— Það er auðséð að þið þekkið ekki Fljótsdælinga. Þeir
mundu stofna kaupfélag hálfsmánaðarlega þó það færi alltaf
á hausinn.
Samstarfsmenn og baráttufélagar Jóns voru vitanlega
margir, en samt var það ósvikið þrekvirki sem Jón Bergsson