Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 121
MÚLAÞING
119
vann með því að koma kaupfélaginu á laggirnar eins og verzl-
unarmálin stóðu þá á Héraði, þegar mjög margar af jörðum
sjálfseignarbænda voru veðsettar fyrir skuldum Pöntunarfé-
lagsins. Eg átti löngu seinna en þetta var tal um þetta efni
við Pál Hermannsson. Páll var þá orðinn fulltíða maður og
hafði verið samstarfsmaður Jóns og þaulkunnugur þessum
málum öllum. Þá sagði hann mér þá sögu_að hann hefði átt
tal við Jón á Hrafnkelsstöðum (föður Metúsalems) og hann
hefði sagt sér að það væri í það eina skipti sem hann hefði
séð eftir því að eiga ekki jörð til að veðsetja fyrir skuldum
Pöntunarfélagsins. En af þessari skuld, sem mun hafa verið
að mestu leyti við útibú Landsbankans á Seyðisfirði, er það
að segja að ekki mundi mönnum hafa blöskrað hún nú og
blöskraði kannske ekki svo mjög þá heldur, enda var hún
greidd að fullu einu ári fyrr en urn var samið, á þremur ár-
um í stað fjögurra. Henni var jafnað niður á félagsmenn eftir
prósentureikningi sem var miðaður við viðskipti hvers um sig.
Jón varði ö!lum stundum til að koma þessu hugsjónamáli
sínu á traustan grundvöll. Hann dó sumarið 1924 á Egilsstöð-
um 69 ára að aldri, en lét af framkvæmdastjórastörfum 1917,
þegar Þorsteinn sonur hans tók við. Eg hef allta4' litið unp
til Jóns Bergssonar og með meiri virðingu en nokkurra ann-
arra manna sem eg hief kynnzt, allt frá því að hann stóð
þarna á lækjarbakkanum í Atlavík fyrir meir en hálfri öld
og til hins síðasta.
Jæja, obboðslítið meira ætlaði eg að segja frá samkomunni
og reiðtúrnum á gráa bjórnum.
Þegar ræðu Jóns var lokið voru aftur sungin nokkur ætt-
jarðarljóð. Hvað svo gerðist man eg ekki svo glöggt nú orð-
ið, nema eg lenti í félagsskap með nokkrum strákum sem voru
á sivipuðu reki og eg, og við vorum að þreyta alls konar
íþróttir, glíma, stökkva yfir lækinn og fleira, og mér íannst
eg hreint gjaldgengur í hópi þessara félaga, alveg búinn að
gleyma gráa bjórnum og allt gekk vel.
Þegar þetta var leit Atlavíkin nokkuð öðruvísi út en nú.
Sjálf víkin var að mestu skóglaus, en birkið breiddi sig um