Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 125
MÚLAÞING
123
lagarmiklu grasi, sem vex í klettahillunum og uppi á honum
•— eins og skáldið segir í vísunni:
Skrúður rís grænn úr græði,
getra kaldur vetur
hann litverpan látið
líta of sveitir hvítar.
Mun þar Svásaðar sonur,
svalur meðan byggir dali
vetur, sinn ala liti
aldur í grænu tjaldi.
Hvergi eru fjörur kringum Skrúð, en sjávardýpi að hömr-
um. En á einum stað er hellir mikill í bergið niður undir
sjávarmáli, og má lenda þar skipum og draga upp í hellinn.
Frá hellismunnanum öðrum megin liggur einstigi upp á eyna.
Skrúðey mun draga nafn sitt af fegurð sinni tilsýndar, að hún
er skrúðgræn allt árið, og ólík að því flestum öðrum klettum
úr sjó. (Vísan er eftir Pál Ölafsson. Á. H.).
Hér er birt sitthvað um Skrúð. — Vel mætti það verða upp-
haf greinarflokks um sérstaka staði á Austurlandi, staði
sem merkir mega teljast sökum sögu eða annarra verð-
leika eða snerta á sérstæðan hátt og frásagnarverðan líf og
lífsbaráttu fólks, hafa orðið því til bjargar eða tálmunar. Ýms-
ir staðir verða forvitnilegir nútímafólki um leið og brugðið er
ljósi á þá, sögu þeirra, ef rakin verður, annars eðli þeirra, og
sérílagi mætti verða fróðlegt að kynnast hverjum tökum var
við þá beitt af þeim sem enn muna gamla hætti.
Uppistaða þeirra þátta sem hér birtast er grein Jóns Úlfars-
sonar bónda á Eyri í Fáskrúðsfirði. Jón er alinn upp á Vatt-
arnesi, og þar átti faðir hans heima alla ævi. Þeir feðgar eru
því manna færastir til að gera þessu efni skil, einkum að því
er varðar vinnuhætti við nýtingu eyjarinnar, og þeir gjör-
þekkja öll kennileiti.