Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 132
130
MÚLAÞING
Þrátt fyrir þetta voru þeir Skrúðsbóndi og Vöttur vinir eftir
sem áður“.
Þannig var krökkunum á Vattarnesi sagt frá þessu fólki
þegar faðir minn var að alast upp.
Þar sem við erum búin að finna Skrúðsbóndann skulum við
huga að þeim Vetti og Kolfreyju. ,,Ö11 voru þau góðir vinir“,
og því hljóta þau að vera úr líku efni. „Kolfreyja gekk í
Staðarfjallið“. Þegar við erum austast í Vattarnesskriðum
blasir við okkur klettakona, hátt uppi utan í fjallinu. — Eg
vil meina að þar sé Kolfreyja.
Á Stórahrauninu á Vattarnesi sést stórskorið mannsandlit,
en aðeins þegar sólin skín þannig á það. Vöttur er því hálf-
gerður huldumaður, enda hefur huldufólkstrú verið mikil á
Vattarnesi.
Trúlegast þykir mér að sá sem fyrst sagði sögur af þessu
fólki hafi átt heima á Vattarnesi, þótt þær hafi verið skráðar
á einhverjum öðrum bæ.
Fyrst er nú Vöttur á Vattarnesi. Þá blasti Kolfreyja við í
hvert sinn sem fé var rekið á beit, og Skrúðsbóndi sást þegar
róið var á Glöggvurnar.
Þegar faðir minn byrjar Skrúðsferðir sínar, var hann 14 ára
gamall, en það var vorið 1910. Strax var hann látinn síga í
bjargið eftir eggjum, og það gerði hann meðan bjargfuglaegg
voru tekin í Skrúð, en nú er því hætt með öllu.
Á yngri árum var hann líkamaléttur, en það var mikið
atriði fyrir þá sem voru undir festinni. Hann var lipur og
snar í öllum hreyfingum og sterkur vel. Hann segir okkur
nú hvernig Skrúðsferðum var hagað meðan þær voru í föst-
um skorðum frá gamalli tíð og vinnubrögð alltaf eins í aðal-
atriðum: ' ' [ |
„Undirbúningur undir Skrúðsferð var lítill. Kvöldið áður en
fara átti var allt tínt í bátinn, það sem hafa þurfti með, svo
sem ílát undir egg og tóg til að síga í. Sömu tógin voru
gjarnan notuð í nokkur ár, en ávallt reynd áður en farið var.