Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 134
132
MÚLAÞING
lengra niður, eins þegar draga átti upp eða stanza á uppleið,
meðan sigmaður tíndi eggin.
Þegar öll egg voru tínd úr Halasigi var haldið inn Skrúð
að sunnanverðu og öll egg tekin, og um hádegi var venjulega
verið að síga í Lundabrekkusig. Þá tóku menn eggjafötur og
báru niður að bát, en síðan var matarhlé. Ævinlega voru þá
soðin svartfuglaegg og gjarnan farið í kappát. Árið 1926 mun
það hafa verið sem Jóhann Kristjánsson borðaði 11 langvíu-
egg í einni. máltíð, og vita menn ekki til að aðrir hafi 'gert
betur.
Eftir þessa einu máltíð dagsins var aftur gengið upp á
Skrúð og farið að síga eftir eggjum, og því haldið áfram tii
kl. 11 að kvöldi. Voru þá allir orðnir þreyttir og sigmenn
sárir undan böndunum.
Enn var eftir að bera niður mikið af eggjum, og var það
erfitt verk fyrir þreytta menn, því bratti er mikiil í Skrúð.
Sjaldan var komið heim í Vattarnes fyrr en kl. 3 að nóttu,
en stundum var klukkan orðin 4, og var þá sólarhringur frá
því að farið var.
Venjuiega fengust um 3000 egg, sem var skipt í tíu staði.
Fékk hver leiðangursmaður einn hlut, en hvor bóndi fékk einn
hlut sem hét landshlutur. Bændur voru tveir á Vattarnesi,
en aðrir ábúendur höfðu ekki hlunnindi, hvorki nytjar af
Skrúð né reka.
Fugl var alltaf veiddur í Skrúð, og fram að aldamótum var
það aðallega langvía sem var veidd. Þá voru sigmennirnir
látnir síga niður á syllur í bjarginu og vera nokkra klukku-
tíma á sömu syllunni og snara fuglinn. Snaran var á löngu
skafti, og var henni smeygt yfir höfuðið á fuglinum.
Um aldamótin komu Færeyingar með lundaháfinn í Vattar-
nes, og eftir það var hann notaður við alla fuglaveiði í Skrúð.
Til þess að veiða lunda í háf þarf nokkra æfingu, en gaman
er að sitja í lundabrekkunni í góðu veðri og veiða. Þá iðar
allt af lífi. Lundinn flýgur þá alltaf í hring, fyrst út með
hrekkunni, en síðan inn, um hundrað faðma frá. Það mesta
sem eg hef veitt á einum klukkutíma eru hundrað lundar.