Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 135
MÚLAÞING
133
Sumarið 1944 verður fyrst vart við súlu í Skrúðnum, en
nú er Svo komið að hún er búin að leggja undir sig mi'kið
af fuglabyggð sunnan í eynni og fjölgar ört. Mávavarp hefir
aukizt mjög mikið og er margfalt meira en áður. Árið 1913
fengust 15 mávsegg með því að leita allan Skrúð, en 1966
voru tínd þar 3000 mávsegg.
Lítið gerðu Vattarnesingar að því að heyja í Skrúð; þó gat
það borið við, en þótti illa gefast. Þar mun gamla þjóðtrúin
hafa haft einhver áhrif, og mun Skrúðurinn hafa verið einn
af álagablettunum sem svo víða voru. Seinlegt var að slá þar,
því sléttur blettur er enginn. Heyið var mjög þungt og sér-
staklega vont að þurrka það.
Nokkuð var um skemmtiferðir í Skrúð á sumrin, enda unun
að dvelja þar dagstund fyrri hluta sumars í góðu veðri. 1
slíkum ferðum er fólkið sett á land í Hellisvík, og getur það
þá gengið á grasi upp á Skrúðskoll. Þá er farið upp Röðina;
hún liggur frá sjó suðaustan á eynni og alla leið upp á Skrúð.
Örnefni eru hér mörg og sum góð. Við skulum rifja upp
þau helztu:
Þe(gar fé er tekið á bát, er það alltaf gert á Sauðakambi
sem er norðaustan á eynni og eins og gerður af verkfræðingi
til að auðvelda fjárflutninga.
Við skulum fara sólarsinnis frá Sauðakambi og komum þá
í Kálbotn og áfram yfir einstig fyrir ofan Móhelluvík, fram-
hjá Drúldu og Gíslakletti, suður Blundsgjá og suður á Röð.
Hér opnast Hellisvíkin, en inn af henni er Stórihellir. Dyngj-
an er hér upp af Heliisvíkinni með Þórðarbergið gnæfandi við
himin. Við höldum áfram upp Röðina og suður utan í Skrúðs-
kolli, en þá erum við yfir fuglabyggð sem heitir „Á milli
bjarga“. Við förum út fyrir ofan Þúfusig og út á Halasig,
þaðan suður og inn Lúsastapa, fyrir ofan Bóndasæti og
Löngunöf, inn Lundabrekku og norður að Bjargi. Niður af
Lundabrekku er hellisskúti sem Askja heitir, áberandi af sjó
sunnan við eyna. Hér fyrir neðan er Seigildisrák með Sauð-
helli, en Straumsnöf er niður við sjó. Nú förum við út Koll-
rák norðan í Skrúðskolli og erum þá yfir Mávarákum efri og