Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 137
MÚLAÞING
135
fkl. sjö um morguninn, og þóttust allir þá úr helju heimt hafa.
1 þetta sinn fóru öl! egg forgörðum".
Hér lýkur frásögn Úlfars á Vattarnesi, og þökkum við hon-
um leiðsögn og frásögn, en nú langar mig til að segja frá
einni lítilli Skrúðsferð sem lýsir honum sjálfum nokkuð:
Þegar eg var átta ára fór eg á sjó með föður mínum sem
oftar. Með honum reru það sumar Klaus Kristinsson og Ragn-
ar Jónasson. Þegar fram á daginn kom hafði pabbi orð á því
að hann langaði til að hafa egg heim með okkur um kvöldið.
Hann lét háseta sína setja sig upp í Skrúð og sagði mér
að koma með sér, en þeim sagði hann að vera með færi með-
an við værum uppi.
, Þar sem liðið var mjög á eggjatíma og egg voru orðin
unguð neðarlega í bjarginu, sagði hann að bezt væri að við
færum upp í efri Mávarák, því þar mundi nýorpið nú. Þegar
farið er inn rákina er tæpt á einum stað og heitir þar Hella.
Paðir minn hjálpaði mér þar yfir, og undraðist eg hvað hann
fór ógætilega. Innan við Helluna breikkar rákin, og er þar
grasflöt, en flughátt bergið fyrir neðan, því neðri Mávarákin
nær ekki svona langt inn í bjargið.
Pabbi hafði með sér snærishönk alllanga. Hann batt öðrum
enda hennar um stein, en fleygði hönkinni fram af brúninni.
Nú bað hann mig að liggja í grasinu og bíða sín, en tók blikk-
fötu í aðra höndina og hvarf mér fram af brúninni.
Mér fannst þetta allt nokkuð glannalegt, en settist niður,
rólegur í fyrstu, en svo fór mér að þykja biðin löng og fór
að lcalla á pabba. Hann var þá svo langt niðri í bjargi að
hlann heyrði ekkert í mér. Eg gerðist nú hræddur mjög og
fór að skæla, einn uppi í efri Mávarák, búinn að missa pabba
minn fram af klettum og komst ekki út yfir Helluna; veit eg
enga stund sem hefur verið lengri að líða en þá er eg ;sat
þarna einn, yfirkominn af harmi og óláni mínu, föðurlaus.
Þegar hörmung mín var sem mest — snarast faðir minn
upp af brúninni með fulla fötu af eggjum og segir: „Hvað er
þetta drengur, ertu að skæla?“ Gleði mín varð í einni svipan