Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 138
136
MÚLAÞING
ósegjanlega mikil. Eg alveg þandist út af monti yfir að eiga
svona duglegan pabba.
Okkur nútímamenn undrar það að aldrei skuli hafa verið
búið í Skrúðnum. Þar hefði verið auðvelt að afla matar, því
bæði er þar gnægð af fugli og eggjum og fiskimið aðeins
steinsnar frá klöppunum, og uppsátur gott.
Við kveðjum nú gamla Skrúð, en minnum á að enginn sér
eftir að eyða þar einum góðviðrisdegi.
Skrúðsbóndinn
Skráð af Sigfúsi Sigfússyni
(Þjóðsagan um Skrúð er að vísu kunn og ástæðulítið að
birta hana hér. Hún er í þjóðsögum Jóns Árnasonar, og í Sig-
fúsarsögum eru vendilega raktar allar þjóðsagnir tengdar
eynni. Sá hlutinn sem fjallar um Skrúðsbóndann og prests-
dótturina frá Hólmum er þó birtur hér að gamni. Hún ler
kunnust og bezt sagna er við Skrúð eru bundnar, og þótt
grautaratriðið eigi sér hliðstæður í öðrum sögum, fer varla
milli mála að Skrúðssagan er bezt bergbúasagna; að minnsta
kosti mjög góð svo að ekkert sé fullyrt í samanburði; hin
unga óvolkaða kristna mær í grófum tröllahöndum kemur í
hug þegar hliðstæð atvik gerast í mannheimi, og þá vakna
spurningar um hamingju og böl og hamingjuna í bölinu. Þetta
er í rauninni hrein mannlífssaga, mótuð og sögð sem ágæt
smásaga, ytri atvik tákna og tala það sem í brjóstinu býr.
Sigfús Sigfússon steypir öllum þjóðsögum um Skrúðbónda,
Vö'tt tog Kolfreyju saman í eina syrpu í þjóðsögum sínum.
Hér er Skrúðsbóndasagan rakin ein sér úr þeirri syrpu, alveg
orðrétt, aðeins sleppt því sem ekki varðar hana. — Á. H.).
SKRÚÐSBÓNDINN
Það var almenn trú fyrrum að tröllvættur byggi í Skrúð.
Gnúpur þessi er hömrum varinn á allar hliðar og bæði fagur
og einkennilegur. I honum er hellir mikill og vatn í. En innar
frá vatninu nær hellirinn geysilangt inn í bergið. Mælt er að