Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 140
138
MÚLAÞING
Þorsteinn gengur þá innar og kallar:
„Hvað viltu þá láta kveða, herra?“
Þá svarar röddin: „Andrarímur þykja mér fínar, en Hall-
grímsrímur vil eg ekki“.
Þorsteinn byrjaði þá Andrarímur fornu og kvað eftir mætti.
Þá heyrðist stórfelldur hlátur og sagt g'.aðlega:
„Nú er mér skemmt, en nú er konu minni ekki skemmt. En
viltu þiggja graut, Steini?“
Hann játar því og gekk inn að járngrindunum. Þá var rétt-
ur skaftpottur fram yfir þær, fullur af heitum graut, og sagt:
„Sleiktu þá ausuna mína að kveðskaparlaunum“.
Þeir félagar gerðu sér gott af grautnum og þótti ágæt mál-
tíð. Hvarf þá ausan. Það vissu þeir að þetta gaf prestsdótt-
irin, kona Skrúðsbónda, eða hann fyrir hennar hönd. Um
morguninn fóru þeir í land og sögðu frá þessu.
Einu sinni tóku sig átján oflátungar saman um það að
rannsaka herbergi Skrúðsbónda, og fóru að brjóta járngrind-
urnar. En þá hieypti Skrúðsbóndi skriðu mikilli úr rjáfri he!l-
isins ofan á þá, og sofa þeir þar til efsta dags.
Það var árla helgan dag er prestur á Hólmum kom út í
kirkju, að þar stóð líkkista. Þekktist þar prestsdóttirin frá
Hólmum. Hafði hún dáið af barnsförum. Gerði prestur heið-
arlega útför hennar. En á meðan jarðarförin fór fram, sást
feiknastór risi standa utanvert við kirkjugarðinn grátandi.
Síðan ifór hann og sást ganga á skíðum út fjörðinn og inn i
Skrúðinn.
Hann átti eina dóttur eftir konu sina, fríða mjög. Því er
sagt, að eitt sinn er sjómenn voru tepptir í Skrúð, að þá
mangaði einn til við hana með þessari vísu:
Hrópa eg hátt í helli inn,
heyrðu til mín, Skrúðsbóndinn:
Göfugustu guilhlaðslín
giftu mér, hana dóttur þín.