Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 141
MÚLAÞING
139
Fyrir Skrúðsbónda-minni
eftir séra Ólaf Indriðason
Mjög er reisugt í Skrúð,
þar sem bjargrisans búð
inn í brimþveginn hamarinn klýfur.
Hvolfið, berginu mænt,
þakið guldeplað, grænt,
sést í grisjaðri bjargfugladrífu.
Þar er hafsúla og már,
þar er haftyrðill smár,
þar eru hrafnar og lundar og skarfar,
þar er æður og örn,
þar sín ótal mörg börn
elur svartfugl og skeglurnar þarfar.
Auk vísna Jónasar Hallgrírnssonar eru til ýmsar stökur og
kvæði um Skrúð, eftir ókunna höfunda sumt en þekkta annað,
t. d. þá Kolfreyjustaðafeðga séra Ólaf Indriðason og syni
hans, Pál og Jón. Við birtum kvæði séra Ólafs sem sýnishorn
af þessum skáldskap; það er prentað eftir Heimilisbl. (nóv.—
des. 1958) og sjálfsagt ort á því tímabili er séra Ólafur var
prestur á Kolfreyjustað (1833—1861). Kvæðið er skemmtilegt,
og í því má finna ýmsar upplýsingar um eyna, sé að gáð. At-
hyglisverð er t. d. upptalning á fuglum í annarri vísunni. Má
ætla að þar séu taldir flestir þeir fuglar sem byggðu Skrúð á
19. öld, og er gaman að bera það saman við fuglategundir þar
nú. Jón Úlfarsson getur þess að súla hafi ekki sézt þar í hans
minni eða föður hans fyrr en 1944. Samkv. kvæðinu hefir hún
verið þar fyrr. Þá nefnir séra Ólafur haftyrðil sem nú mun
horfinn að mestu hérlendis, flúinn til kaldari staða, og einnig
örn, sem nú er algerlega horfinn af Austurlandi sem kunnugt
er.