Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 145
MÚLAÞING
143
Sitthvað um Skrúð
Skrúður Virðíst koma lítt við ritaða þjóðarsöjíu. í Land-
námu er hans getið í landnámi Krums af Vors, bróður Þóris
háva í Krossavík (nú Vöðlavík): „Krumur nam land í Hafra-
nesi og til Þernuness og allt hið ytra, bæði Skrúðey og aðrar
úteyjar“.
Svo er að sjá að Skrúður hafi jafnan heyrt undir kosta-
og hlunnindajörðina Vattarnes, og þegar tímar líða nær kirkj-
an fangstaðar á jörðinni, liklega laust fyrir siðaskipti, og eru
nú varla til heimildir um, með hverjum hætti það varð. Valla-
nesk'rkja og Skrið; klaustur áttu jörðina, sinn heiminginn
hvor.
Nú er Vattarnes rikisjörð og heyrir undir stofnun er kall-
ast Jarðeignadeild ríkisins.
Kom Jónas Hallgrímsson í Skrúð? Áreiðanlega eru vísur
Jónasar Hallgrímssonar, — Austast fyrir öllu landi — þekkt-
astar af því sem ort hefir v^íið. og ritað um Skrúð, nema ef
vera skyldi Skrúðsbóndasagan. 1 Ljóðmælum Jónasar, þeim
sejn út komu 1913 í umsjá þeirra Jóns Ólafssonar og Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, er gefin skýring á síðustu
vísunni og mm leið fullyrt að Jónas hafi farið út í Skrúð log
séra Ólafur Indriðason með honum, og annars staðar er einnig
talið að Gísli læknir Hjálmarsson hafi verið með í för. Skýr-
ast þá um leið mannanöfnin í vísunni- Gísli og séra Ólafur.
Einnig er þar gerð grein fyrir við hvað Jónas á er hann nefn-
ir hrútinn og pækilinn. Um þetta segir í skýringunum, sem
eru eftir Jón Ólafsson:
,,Þangað er sauðfé sett, og verður þar svo vænt og feitt
að firnum sætir. I rosum skvettist sjór hátt upp í Skrúð og
fyllir dældir í klöppum og verða af tjarnir. En er sjórinn guf-
ar upp af sólarhita, verður salt eftir í skálunum. Síðast. áður
alþurrt er úr skál, er sjórinn í henni orðinn svo seltumegn sem
saltpækill. Jónas sá í Skrúð pækil þennan og hrút einn fer-
lega mikinn.
,,Gísli“ er Gísli læknir Hjáimarsson, sem ólst upp á Kol-
freyjustað í æsku. Hann var samtíða Jónasi í Höfn og vinur
hans, og mun hafa sagt honum margt um Skrúðinn. „Séra