Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 146
144
MÚLAÞING
Ólafur“ er séra Ólafur IndriðaEon á Kolfreyjustað . . . Hann
fór með Jónasi út í Skrúðinn".
Vafalaust eru þessar skýringar réttar, en hins vegar verður
pjð draiga í efa að .Jónap hafi farið út í Skrúð eins og Jón
Ólafsson fullyrðir og raunar yfirbragð og orðalag vísnanna,
einkum þeirrar síðustu, gefur til kynna, því að engu er líkara
en hún sé bundin endurminningu og eigin reynslu.
Nú er ekki kunnugt að Jónas hafi nema einu sinni komið
til Austurlands, þ. e. sumarið 1842, er hann fór rannsóknar-
för frá Reykjavík og austur sýslur og a'.lt norður til Vopna-
fjarðar. Dagbók hans er prentuð í hsildarútgáfunni af verk-
um Jónasar, sem Matthías Þórðarson sá um og ísafoldarprent-
smiðja gaf út milli 1930 og ’40. Þar rekur Jónas vendilega
þá leið sem hann fór dag frá degi og gerir allnákvæma grein
fyrir athöfnum sínum hvern dag. Hann leggur af stað í ferða-
iagið 8. júlí og er kominn austur í Breiðdal um Berufjarðar-
skarð 12. ágúst. 13. ágúst fer hann yfir Reyndalsheiði í Dali
í Fáskrúðsfirði og tekur þá fram að hann geti sparað sér all-
ar lýsingar á Fáskrúðsfirði, með því að sóknarpresturinn þar
hafi í ágætri lýsingu fullnægt kröfum um það. Hann gistir í
Dölum, og daginn eftir fer hann yfir Stuðlaheiði í Stuðla og
síðan rakleitt um Hólma og Eskifjörð út að Silfurlæk í Helgu-
staðahlíð að rannsaka silfurbergsnámuna. Þar er hann önnum
kafinn frá 15. til 24. ágúst og gerir grein fyrir störfum sín-
um hvern dag. Þau eru með þeim hætti að varla er hugsan-
legt að hann hafi skroppið í Skrúð og alveg óhugsandi að
hann hefði ekki getið slíkrar ferðar í dagbókinni, þegar á það
er litið hve rækileg hún er og vandlega gerð. Síðan fer hann
til Héraðs og norður í Vopnafjörð, en kemur aftur úr þeirri
ferð tSl Eskifjarðar 10. október í veg fyrir skip. Þá dvelur
hann á Eskifirði tii 27. október, og allan þann tíma er ill-
viðrakafli með frosti og hríð. segir í dagbókinni, og ókleift
að sinna rannsóknarstörfum úti við. Hann kemst ekki einu
sinni út í silfurbergsnámuna þótt hann hefði fullan hug á því,
enda sjúkur og vart ferðafær í misjöfnum veðrum. Hinn 27.
október lét skipið úr Eskifjarðarhöfn. og átti Jónas ekki aft-
urkvæmt til landsins.
Jónas minnist hvergi á Skrúð og nafngreinir séra Ólaf
aldrei í þessari dagbók, þótt hann eigi við hann er hann minn-
ist á lýsinguna á Fáskrúðsfirði. Þess vegna verður að telja
nokkuð öruggt að um missögn sé að ræða hjá Jóni Ólafssyni
að hann hafi farið í Skrúðinn, heldur muni í kvæðið bundnar