Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 147
MÚLAÞING
145
frásagnir og lýsingar annarra, og þá sjálfsagt Gísla Hjálm-
arssonar eins og Jón bendir á. Jón segir í Fjalikonunni 13.
ágúst 1895:
,,Faði” minn fór með Jónasi í Skrúðinn og eftir því sem mig
minnir eg hcyra hann segja, ætla eg að Gísli Hjálmarsson
væri með í förinni; mun hann þá, ef mig minnir rétt, hafa
verið á Austuriandi (embætt;slaus). Sé það misminni mitt
(sem' vart mun vera), að Gísli hafi verið í förinni með í
Skrúðinn, er þó eð’i’egt, að Skrúðurinn minnti Jónas á Gísla
(vin sinn frá Höfn), því að Gísli hefir án efa sagt honum
margt frá Skrúðnum . . . Eg man glöggt eftir að eg las og
lærði þessar vísur barnungur, og spurði föður minn, við hvað
ætti vísa bessi. en hann hló við og sagði: ,,Það erum við Gísli
Hiálmarsson", og sagði mér þá frá hrútnum og pæklinum".
Nú mætti láta sér detta í hug að Jónas hefði farið út í
Skrúð fvrir 1842 er hann var í Austurlandsferðinni. En það
kemur varla til má’a. Ævisaga hans eftir Matthías Þórðar-
son í fýrrnefndu riti er mjög nákvæm, svo að næstum má
segja að honum sé fylgt fet fyrir fet alla ævi, og verður ekki
séð að hann hafi slíka för farið. Þessi staðhæfing Jóns hlýtur
að vera misminni, eitthvað sem hefir meitlazt, í ba-nshuga
haris án þess að eiga stað í verule’ka. Jón er fæddur 1850,
minnst átta árum eftir að þetta hefði getað gerzt, og hann er
aðeins 11 ára þegar faðir hans deyr. Er því ekkert óeðlilegt
að hann rangminni orð föður síns, sem þessi fullyrðing bygg-
ist á, reynslusvipur vísnanna gat komið þessu inn hjá honum.
Vísur Jónasar eru í flokkinum Annes og eyjar. Jónas gat
vel hafa ort þær án þess að koma í Skrúð líkt og vísurnar um
Tómas.arhaga, Kolbeinsev og ef til vill fleiri í þessum flokki.
Það má vera líti's virði að velta fyrir sér hvort Jónas Hall-
grímsson hefir stigið fæti í Skrúð eða ekki. Hitt eitt skiptir
máli að Jónas hefir gerzt förunautur þeirra er þangað koma
í huga eða raun. Og vísur hans halda áúam að kliða í eyrum
með öldu og fugli í þeim niði, sem er Skrúðs lag.
Svolítið um Björn Magnússon Skrúð. Þess er getið í grein
Jóns Úlfarssonar að aldrei hafi verið búið í Skrúð. Þetta mun
rétt vera, en þó eru til heimi’dir um einn mann er ‘hugðist
setjast þar að og ieitaði allákaft eftir. Þetta va" Björn Magn-
ússon er nefndi sig Skrúð. .Tón Helgason ritstióri hefir skrifað
um be=sa viðleitni Biörns í Sunnudas'sblað Tímans (12. tbl.
1965) skemmtilega og greinargóða frásögn, og ,er hér tekinn
stuttur útdráttur úr henni.